Líkur á að sumarís norðurskautsins hverfi á næstu áratugum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 27. desember 2014 19:36 Áhrif bráðnunar hafíss á Norðurslóðum á loftslags jarðar er enn hulin ráðgáta. Bráðnun þetta árið er í takt við fyrri mælingar samkvæmt nýrri skýrslu. Líkur er á að sumarís á norðurskautinu hverfi að mestu fyrir fullt og allt á næstu árum segir loftslagsvísindamaður. Í þrjátíu og fimm ár hafa gervitungl fylgst með ísþekju norðurskautsins. Þessi gögn hafa svipt hulunni af mikilli og oft gífurlegri bráðnun hafíss á norðurslóðum. Tveir mánuðir gefa góða vísbendingu um þróun mála. Í september þegar sumarið tekur enda nær umfang hafíss lágmarki og síðan öfugt í Mars, þegar vetrarkonungur kveður, og umfang hafíss nær hámarki. Bandaríska haf- og loftslagsstofnun hefur síðustu ár gefið út skýrslu um stöðu norðurskautsins, sú nýjasta var birt fyrr í þessum mánuði. Sem fyrr eru niðurstöðurnar sláandi. Ísþekja eftir sumarið er að minnka. Þetta hefur margskonar áhrif. Norðurskautið opnast nú að sumarlagi og í kjölfarið myndast möguleiki á skipaflutningum og olíuleit. Í september á þessu ári mældist hafíss rúmlega fimm milljón ferkílómetrar sem er nokkuð minna á síðast ári en þó meira en árið tvö þúsund og tólf. Árið sem er að líða var sjötta versta ár frá upphafi mælinga. Í mars, þegar hafís náði hámarki, mældist hann rúmlega fjórtán milljón ferkílómetrar sem er vel undir meðaltali síðustu áratuga. Þannig er tvennt sem vekur sérstaka athygli í einkunnabók Norðurskautsins þetta árið. Í fyrsta varpar hún ljósi á áframhaldandi bráðnun en um leið er tölurnar betri en menn áttu von á. „Vegna þess að ísinn hefur þykknað þá er vel mögulegt að á næstu árum þá muni hann ekki dragast jafnt hratt saman,“ segir Halldór Björnsson, fagstjóri loftlagsrannsókna á Veðurstofunni. „Að lokum, um miðja öldina, mun hann fara niður í milljón ferkílómetra, flestir gera ráð fyrir því og þá verður hægt að sigla þarna um að sumarlagi án mikilla vandræða.“ Halldór bendir á að það muni alltaf verða hafíss á svæðinu að vetrarlagi. En þegar sumarísinn hverfur drekkur dökkt hafið í sig geisla sólarinnar sem annars hefðu kastast út í geiminn af hvítum hafísnum. Vísindamenn reyna nú að varpa ljósi á hvað breytingar á hitastigi á norðurslóðum – sem þegar hefur hækkað tvöfalt meira en annars staðar – þýðir fyrir loftslags jarðarinnar. „Stóru áhrifin verða þar, þetta hefur áhrif á lífríkið á þessu svæði og vistkerfin öll. Síðan er hinsvegar óleyst gáta hvort að þetta hafi síðan áhrif á veður út fyrir þetta svæði,“ segir Halldór. Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
Áhrif bráðnunar hafíss á Norðurslóðum á loftslags jarðar er enn hulin ráðgáta. Bráðnun þetta árið er í takt við fyrri mælingar samkvæmt nýrri skýrslu. Líkur er á að sumarís á norðurskautinu hverfi að mestu fyrir fullt og allt á næstu árum segir loftslagsvísindamaður. Í þrjátíu og fimm ár hafa gervitungl fylgst með ísþekju norðurskautsins. Þessi gögn hafa svipt hulunni af mikilli og oft gífurlegri bráðnun hafíss á norðurslóðum. Tveir mánuðir gefa góða vísbendingu um þróun mála. Í september þegar sumarið tekur enda nær umfang hafíss lágmarki og síðan öfugt í Mars, þegar vetrarkonungur kveður, og umfang hafíss nær hámarki. Bandaríska haf- og loftslagsstofnun hefur síðustu ár gefið út skýrslu um stöðu norðurskautsins, sú nýjasta var birt fyrr í þessum mánuði. Sem fyrr eru niðurstöðurnar sláandi. Ísþekja eftir sumarið er að minnka. Þetta hefur margskonar áhrif. Norðurskautið opnast nú að sumarlagi og í kjölfarið myndast möguleiki á skipaflutningum og olíuleit. Í september á þessu ári mældist hafíss rúmlega fimm milljón ferkílómetrar sem er nokkuð minna á síðast ári en þó meira en árið tvö þúsund og tólf. Árið sem er að líða var sjötta versta ár frá upphafi mælinga. Í mars, þegar hafís náði hámarki, mældist hann rúmlega fjórtán milljón ferkílómetrar sem er vel undir meðaltali síðustu áratuga. Þannig er tvennt sem vekur sérstaka athygli í einkunnabók Norðurskautsins þetta árið. Í fyrsta varpar hún ljósi á áframhaldandi bráðnun en um leið er tölurnar betri en menn áttu von á. „Vegna þess að ísinn hefur þykknað þá er vel mögulegt að á næstu árum þá muni hann ekki dragast jafnt hratt saman,“ segir Halldór Björnsson, fagstjóri loftlagsrannsókna á Veðurstofunni. „Að lokum, um miðja öldina, mun hann fara niður í milljón ferkílómetra, flestir gera ráð fyrir því og þá verður hægt að sigla þarna um að sumarlagi án mikilla vandræða.“ Halldór bendir á að það muni alltaf verða hafíss á svæðinu að vetrarlagi. En þegar sumarísinn hverfur drekkur dökkt hafið í sig geisla sólarinnar sem annars hefðu kastast út í geiminn af hvítum hafísnum. Vísindamenn reyna nú að varpa ljósi á hvað breytingar á hitastigi á norðurslóðum – sem þegar hefur hækkað tvöfalt meira en annars staðar – þýðir fyrir loftslags jarðarinnar. „Stóru áhrifin verða þar, þetta hefur áhrif á lífríkið á þessu svæði og vistkerfin öll. Síðan er hinsvegar óleyst gáta hvort að þetta hafi síðan áhrif á veður út fyrir þetta svæði,“ segir Halldór.
Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira