Fá ekki vinnu vegna aldurs Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 30. nóvember 2014 13:02 Kennitalan fælir atvinnurekendur frá því að ráða eldra fólk í vinnu þó það uppfylli allar kröfur. Þetta segir formaður Landssambands eldri borgara sem telur mikilvægt að eldra fólki sé ekki ýtt út af vinnumarkaðnum enda sé reynsla þeirra verðmæt. Í vikunni var haldin ráðstefna sem starfslok og atvinnumál þeirra sem eru 60 ára og eldri. Á meðal þeirra sem héldu erindi var Jóna Valgerður Kristjánsdóttir formaður Landssambands eldri borgara. Hún segir að fyrir þá sem missa vinnuna eftir fimmtugt geti oft reynst mjög erfitt að finna nýja vinnu. Svo virðist sem aldurinn komi í veg fyrir að atvinnurekendum þyki fólkið eftirsóknarverðir starfskraftar. „Það eru mörg dæmi um það að kennitalan hún fæli frá þegar að fólk er að leita sér að atvinnu. Jafnvel þó svo að það hafi bara ágæta möguleika og þá hæfileika sem að spurt er um,“ segir Jóna Valgerður en hún segir aldurinn fara að hafa áhrif fljótlega eftir að fólk verður fimmtugt. „ Það er eins og atvinnurekendur séu hræddir við að ráða eldri borgara og haldi að þeir verði meira veikir en rannsóknir hafa sýnt að svo er alls ekki. Þeir sem eru mest frá í veikindaforföllum eru 18 til 30 ára og alls ekki þeir sem eru 60 ára og eldri, þeir mæta mjög vel,“ segir Jóna Valgerður. Hún segir mikilvægt að samfélagið ýti ekki eldra fólki út af vinnumarkaði heldur nýti krafta þeirra þar sem reynsla þeirra sé verðmæt. „ Með þessari fjölgun aldraðra sem verður þá eigum við ekki að líta á það sem vandamál. Við eigum að líta á það sem auðlind sem hægt er að nýta í framtíðinni. Þó þetta sé vaxandi auðlind þá er þetta líka fólk með mikla reynslu og þekkingu sem verður nauðsynlegt að nýta á vinnumarkaði framtíðarinnar,“ segir Jóna Valgerður Kristjánsdóttir. Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira
Kennitalan fælir atvinnurekendur frá því að ráða eldra fólk í vinnu þó það uppfylli allar kröfur. Þetta segir formaður Landssambands eldri borgara sem telur mikilvægt að eldra fólki sé ekki ýtt út af vinnumarkaðnum enda sé reynsla þeirra verðmæt. Í vikunni var haldin ráðstefna sem starfslok og atvinnumál þeirra sem eru 60 ára og eldri. Á meðal þeirra sem héldu erindi var Jóna Valgerður Kristjánsdóttir formaður Landssambands eldri borgara. Hún segir að fyrir þá sem missa vinnuna eftir fimmtugt geti oft reynst mjög erfitt að finna nýja vinnu. Svo virðist sem aldurinn komi í veg fyrir að atvinnurekendum þyki fólkið eftirsóknarverðir starfskraftar. „Það eru mörg dæmi um það að kennitalan hún fæli frá þegar að fólk er að leita sér að atvinnu. Jafnvel þó svo að það hafi bara ágæta möguleika og þá hæfileika sem að spurt er um,“ segir Jóna Valgerður en hún segir aldurinn fara að hafa áhrif fljótlega eftir að fólk verður fimmtugt. „ Það er eins og atvinnurekendur séu hræddir við að ráða eldri borgara og haldi að þeir verði meira veikir en rannsóknir hafa sýnt að svo er alls ekki. Þeir sem eru mest frá í veikindaforföllum eru 18 til 30 ára og alls ekki þeir sem eru 60 ára og eldri, þeir mæta mjög vel,“ segir Jóna Valgerður. Hún segir mikilvægt að samfélagið ýti ekki eldra fólki út af vinnumarkaði heldur nýti krafta þeirra þar sem reynsla þeirra sé verðmæt. „ Með þessari fjölgun aldraðra sem verður þá eigum við ekki að líta á það sem vandamál. Við eigum að líta á það sem auðlind sem hægt er að nýta í framtíðinni. Þó þetta sé vaxandi auðlind þá er þetta líka fólk með mikla reynslu og þekkingu sem verður nauðsynlegt að nýta á vinnumarkaði framtíðarinnar,“ segir Jóna Valgerður Kristjánsdóttir.
Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira