Maðurinn var alblóðugur og í afar annarlegu ástandi Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 23. nóvember 2014 12:05 Óður maður, vopnaður sleggju og hamri, gekk berserksgang á Miklubraut í gærkvöldi. Tvisvar var ekið á manninn. Vitni segjast aldrei hafa séð annað eins. Atburðarrásin hófst á sjötta tímanum í gær, tuttugu mínútur yfir sex. Ökumenn á Miklubraut komu þá auga á mann í hvítum hlírabol sem stóð á miðri götunni í grennd við Skaftahlíð. Vitni sem fréttastofa ræddi við segir að maðurinn hafi hlaupið á móti umferð, vopnaður hamri og sleggju. Ekið var á manninn. Við það kastaðist hann á framrúðu bílsins. Vitni segja að maðurinn hafi þá staðið upp og öskrað af lífsins sálarkröftum og hlaupið aftur á móti umferð. Þá var aftur ekið á hann. Þeir sem urðu vitni að þessu, og fréttastofa hefur rætt við, eru sammála um að maðurinn hafi verið í afar annarlegu ástandi. Maðurinn lamdi í hlið bifreiða sem höfðu staðnæmst. Einn ökumaður ók upp á kant þar sem hann mætti manninum. Bílstjórinn læsti þá hurðum, gaf í og slapp heilu og höldnu. Í samtali við fréttastofu sagði bílstjórinn að maðurinn hafi verið alblóðugur eftir að hafa verið ekinn niður. Maðurinn hafi verið í sturlunarástandi. Fregnir hafa borist af því að hann hafi freistað þess að komast inn í bíla á Miklubraut en það hefur ekki fengist staðfest hjá lögreglu. Vitni segja að maðurinn hafi hlaupið inn á bílastæði, kastað frá sér sleggjunni og reynt að brjótast inn í bíla. Lögreglumenn voru komnir á vettvang á Miklubraut örfáum mínútum eftir að atburðarrásin hófst. Í skýrslu lögreglu segir einungis að maður í mjög annarlegu ástandi hafi verið handtekinn á Miklubraut klukkan hálf sjö. Hann sé grunaður um eignaspjöll. Áverkar mannsins virðast hafa verið minniháttar enda var hann færður fangageymslu og verður hann þar meðan ástand hans lagast. Vitnin sem fréttastofa ræddi við í morgun segjast aldrei hafa séð annað eins, eða orðrétt: „Þetta var hræðilegt.“ Tengdar fréttir „Ég hef aldrei orðið vitni að öðru eins hér í Reykjavík“ Keyrt var á vopnaðan mann á Miklubraut í Reykjavík fyrr í kvöld. Vitni segir atvikið hafa verið hræðilegt. 22. nóvember 2014 23:28 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Sjá meira
Óður maður, vopnaður sleggju og hamri, gekk berserksgang á Miklubraut í gærkvöldi. Tvisvar var ekið á manninn. Vitni segjast aldrei hafa séð annað eins. Atburðarrásin hófst á sjötta tímanum í gær, tuttugu mínútur yfir sex. Ökumenn á Miklubraut komu þá auga á mann í hvítum hlírabol sem stóð á miðri götunni í grennd við Skaftahlíð. Vitni sem fréttastofa ræddi við segir að maðurinn hafi hlaupið á móti umferð, vopnaður hamri og sleggju. Ekið var á manninn. Við það kastaðist hann á framrúðu bílsins. Vitni segja að maðurinn hafi þá staðið upp og öskrað af lífsins sálarkröftum og hlaupið aftur á móti umferð. Þá var aftur ekið á hann. Þeir sem urðu vitni að þessu, og fréttastofa hefur rætt við, eru sammála um að maðurinn hafi verið í afar annarlegu ástandi. Maðurinn lamdi í hlið bifreiða sem höfðu staðnæmst. Einn ökumaður ók upp á kant þar sem hann mætti manninum. Bílstjórinn læsti þá hurðum, gaf í og slapp heilu og höldnu. Í samtali við fréttastofu sagði bílstjórinn að maðurinn hafi verið alblóðugur eftir að hafa verið ekinn niður. Maðurinn hafi verið í sturlunarástandi. Fregnir hafa borist af því að hann hafi freistað þess að komast inn í bíla á Miklubraut en það hefur ekki fengist staðfest hjá lögreglu. Vitni segja að maðurinn hafi hlaupið inn á bílastæði, kastað frá sér sleggjunni og reynt að brjótast inn í bíla. Lögreglumenn voru komnir á vettvang á Miklubraut örfáum mínútum eftir að atburðarrásin hófst. Í skýrslu lögreglu segir einungis að maður í mjög annarlegu ástandi hafi verið handtekinn á Miklubraut klukkan hálf sjö. Hann sé grunaður um eignaspjöll. Áverkar mannsins virðast hafa verið minniháttar enda var hann færður fangageymslu og verður hann þar meðan ástand hans lagast. Vitnin sem fréttastofa ræddi við í morgun segjast aldrei hafa séð annað eins, eða orðrétt: „Þetta var hræðilegt.“
Tengdar fréttir „Ég hef aldrei orðið vitni að öðru eins hér í Reykjavík“ Keyrt var á vopnaðan mann á Miklubraut í Reykjavík fyrr í kvöld. Vitni segir atvikið hafa verið hræðilegt. 22. nóvember 2014 23:28 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Sjá meira
„Ég hef aldrei orðið vitni að öðru eins hér í Reykjavík“ Keyrt var á vopnaðan mann á Miklubraut í Reykjavík fyrr í kvöld. Vitni segir atvikið hafa verið hræðilegt. 22. nóvember 2014 23:28