Innlent

Reykjavíkurborg sýknuð af tæplega tveggja milljarða kröfu Kaupþings

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sex ára ágreiningi Reykjavíkurborgar við Kaupþing hf. lokið.
Sex ára ágreiningi Reykjavíkurborgar við Kaupþing hf. lokið.
Hæstiréttur hefur sýknað Reykjavíkurborg af 1,8 milljarða kröfu Kaupþings hf. ásamt dráttarvöxtum frá 18. nóvember 2008.

Hæstiréttur kvað upp dóm sinn 6. nóvember sl. en þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Þar með lauk sex ára ágreiningi Reykjavíkurborgar við Kaupþing hf. um slit og uppgjör á þremur gjaldmiðla- og vaxtaskiptasamningum sem Reykjavíkurborg gerði í tengslum við áhættustýringu Reykjavíkurborgar vegna erlendra lána í lánasafni Reykjavíkurborgar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×