Innlent

Strætókortum og strætómiðum stolið

Atli Ísleifsson skrifar
Í tilkynningu frá lögreglu segir að lögregla vari fólk við að kaupa strætókort og miða af öðrum en viðurkenndum söluaðilum.
Í tilkynningu frá lögreglu segir að lögregla vari fólk við að kaupa strætókort og miða af öðrum en viðurkenndum söluaðilum. Vísir/GVA
Brotist var inn á sölustað Strætó í austurborginni í nótt og stolið þaðan verulegu magni af grænum, bláum og rauðum strætókortum. Einnig var stolið talsverðu magni af lausum strætómiðum.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að lögregla vari því fólk við að kaupa strætókort og miða af öðrum en viðurkenndum söluaðilum. Jafnframt biður lögregla fólk um að tilkynna til lögreglu ef því er boðið til kaups strætókort, sem og strætómiða, sem grunur leikur á að séu illa fengin.

Upplýsingum um framangreint má koma á framfæri við lögreglu í síma 444-1000, eða í tölvupósti á netfangið adalsteinna@lrh.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×