Innlent

Kynferðisbrotamaður áfram í farbanni

Stefán Árni Pálsson skrifar
36 þúsund ljómsyndir sem sýna unga drengi ýmist nakta eða á annan kynferðislegan hátt fundust á tölvu mannsins.
36 þúsund ljómsyndir sem sýna unga drengi ýmist nakta eða á annan kynferðislegan hátt fundust á tölvu mannsins.
Hæstiréttur hefur staðfest áframhaldandi farbann yfir 59 ára gömlum dæmdum kynferðisbrotamanni, Jóni Sverri Bragasyni, til 9. desember enn hann var gripinn í Leifsstöð þann 1. ágúst grunaður um vörslu barnakláms.

Maðurinn var áður dæmdur í farbann til 14. október og núna hefur því banni fram framlengt fram í desember.

Lögreglustjóri telur brýna rannsóknarhagsmuni standa til þess að maðurinn verði gert að sæta áframhaldandi farbanni. Undir þetta tekur Hæstiréttur.

Rannsókn málsins er nú lokið og verða rannsóknargögn, að sögn fulltrúa lögreglustjóra, send ríkissaksóknara á allra næstu dögum en rannsóknin mun hafa verið tæknilega flókin og tímafrek.

Á sínum tíma kom í ljóst við leit í farangri mannsins að þá fundust vísbendingar um barnaklám og lögregla hald á tvær Samsung-tölvur og sex minnislykla.

Einnig leiddi rannsókn lögreglu í ljós að kærði vistaði á tölvum sínum og minnikubbum kvikmyndaskrár sem var eytt af tölvunum. Telur lögregla að kvikmyndaskrárnar hafi innihaldið kynferðisbrot gegn börnum. Lögregla vinnur að því að endurheimta skrárnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×