Innlent

Afrakstur námsins kynntur atvinnulífinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
vísir/aðsend
Útskriftarnemar í grafískri miðlun, ljósmyndun, prentun og bókbandi í Upplýsingatækniskólanum verða með útskriftarsýning laugardaginn 15. nóvember nk. milli kl. 13:00 og 15:00.

Grafísk miðlun/prentsmíð, ljósmyndun, prentun og bókband eru allt löggildar iðngreinar. Útskriftarefnin eru 25, fjórir í bókbandi, þrír í prentun, tíu í grafískri miðlun/prentsmíð og átta í ljósmyndun.

Í fyrsta sinn í fjölda mörg ár munu útskrifast frá Upplýsingatækniskólanum nemendur í gamalgrónu iðngreinunum bókbandi og prentun. Þessar greinar hafa átt undir högg að sækja en undanfarið hefur orðið aukinn áhugi á hæðarprentun/letterpress og handbandi.

Hóparnir, með aðstoð kennara, hafa unnið saman að skipulagi, uppsetningu og markaðssetningu á útskriftarsýningunni. Tilgangur hennar er að vekja athygli atvinnulífsins á sér því nú eru nemendur í þeim sporum að finna sér starfsþjálfunarpláss og ljúka sveinsprófi.

Nemendur hafa boðið forsvarsmönnum og starfsmönnum fjölda fyrirtækja í iðngreinunum ásamt ættingjum sínum og vinum á sýninguna til að sjá afrakstur vetrarins og kynnast náminu.

Nemendur halda úti Instragram myndasíðu þar sem hægt er að fylgjast með undirbúningi og daglegu starfi þeirra í skólanum.

Sýningin fer fram í sal Vörðuskóla við Skólavörðuholt, inngangur frá Barónsstíg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×