Innlent

Þakkaði lögreglu fyrir handtöku sína

Atli Ísleifsson skrifar
Vísir
Ökumaður sem var nýlega handtekinn fyrir ölvunarakstur þakkaði lögreglunni á Suðurnesjum sérstaklega fyrir að hafa stöðvað för sína þegar hann sótti bíl sinn daginn eftir.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að við hefðbundið umferðareftirlit í vikunni hafi lögreglan á Suðurnesjum komið auga á bifreið sem ekið var með þeim hætti að grunur vaknaði um ölvunarakstur.

„Þegar haft var tal af ökumanni lagði megna áfengislykt úr bifreiðinni og viðurkenndi hann að vera ölvaður. Það staðfesti öndunarsýni og var hann handtekinn og færður á lögreglustöð. Daginn eftir kom ökumaðurinn svo á stöðina og sótti bifreið sína. Hann þakkaði lögreglu handtöku sína kvöldinu áður, því þar með hefði þessi óheillavænlega för hans verið stöðvuð.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×