Innlent

Fékk fiskikar í höfuðið

Atli Ísleifsson skrifar
Maðurinn var fluttur til læknis til aðhlynningar, þar sem sauma þurfti átta spor í höfuð hans.
Maðurinn var fluttur til læknis til aðhlynningar, þar sem sauma þurfti átta spor í höfuð hans. Vísir/Stefán
Starfsmaður hjá fiskvinnslufyrirtæki í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum slasaðist í vikunni þegar hann fékk fiskikar í höfuðið.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Maðurinn var fluttur til læknis til aðhlynningar, þar sem sauma þurfti átta spor í höfuð hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×