„Þessi gata verður farin til enda“ Atli Ísleifsson skrifar 14. nóvember 2014 14:22 Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður og Reynir Traustason, fyrrverandi ritstjóri DV. „Það liggur alveg fyrir að þessi gata verður farin til enda. Það er ekki hægt að una þessu,“ segir Reynir Traustason, fyrrverandi ritstjóri DV. Lögmaður hans hefur sent Sigurði G. Guðjónssyni, hæstaréttarlögmanni sem er í eigendahópi DV, bréf eftir að Sigurður birti kafla á Facebook-síðu sinni úr mánaðargömlum drögum að handriti sjálfsævisögu Reynis. Reynir segir Sigurð hafa komist yfir handritið með óeðlilegum hætti. Reynir segist hafa leitað til Persónuverndar vegna málsins. „Sigurður G. hefur fengið bréf frá mínum lögmanni sem ég reikna nú með að hann svari. Þetta er algerlega óviðunandi. Þetta er bók sem er í smíðum. Þetta eru drög sem ég sendi á samstarfsmenn til að „fact-checka“ og fleira. [...] Það er alveg ljóst að Sigurður G. er ekki í hópi minna ráðgjafa í þessu efni.“ Í einni færslu Sigurðar G. á Facebook segir hann að hann hafi verið að ljúka við lestur á handriti af sjálfsævisögu Reynis Traustasonar „þ.e.a.s. þeim eitthvað um tvö hundruð síðum sem mér bárust óvænt og óumbeðið.“ Reynir segist hafa fyrir um mánuði síðan sent handritið á samstarfsmenn sína, þau Jón Trausta Reynisson, fyrrverandi framkvæmdastjóra DV, og Heiðu B. Heiðarsdóttur, fyrrverandi markaðsstjóra DV. „Þetta er fólk sem er að fara yfir bókina fyrir mig. Þau eru hins vegar hætt á DV og því eiga þetta að vera lokuð póstföng.“ Hann segist hafa fengið viðvörun um að það væru póstar á sveimi frá Sigurði G. með handritinu og það mætti rekja til núverandi framkvæmdastjóra DV sem hafi sent þetta upphaflega. „Það er enginn vafi hvaðan þetta sé komið,“ segir Reynir. Reynir segir ljóst að einhver netföng starfsmanna DV sem nú séu hættir séu enn opin. „Ég hef það staðfest. Sigurður tekur svo þetta hugverk, sem er mín eign, og það er ekki einu sinni fullklárað þegar hann fer að birta úr þessu einhverja kafla og gortar sig af því að hafa þetta undir höndum.“ Að sögn Reynis er málið grafalvarlegt, bara þar sem Sigurður hafi haft þetta undir höndum, dreift þessu og birt á Facebook-síðu sinni. „Menn geta velt því fyrir sér hvort ég fái góða auglýsingu út á bókina vegna þessa - eflaust fæ ég það - en ég get ekki sætt mig við að svona sé farið með mín hugverk. Ég vil fá að stjórna því á hvaða stigi máls bókin fer fyrir augu lesenda.“ Hvorki náðist í Stein Kára Ragnarsson, framkvæmdastjóra DV, eða Sigurð G. Guðjónsson við vinnslu fréttarinnar. Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Sjá meira
„Það liggur alveg fyrir að þessi gata verður farin til enda. Það er ekki hægt að una þessu,“ segir Reynir Traustason, fyrrverandi ritstjóri DV. Lögmaður hans hefur sent Sigurði G. Guðjónssyni, hæstaréttarlögmanni sem er í eigendahópi DV, bréf eftir að Sigurður birti kafla á Facebook-síðu sinni úr mánaðargömlum drögum að handriti sjálfsævisögu Reynis. Reynir segir Sigurð hafa komist yfir handritið með óeðlilegum hætti. Reynir segist hafa leitað til Persónuverndar vegna málsins. „Sigurður G. hefur fengið bréf frá mínum lögmanni sem ég reikna nú með að hann svari. Þetta er algerlega óviðunandi. Þetta er bók sem er í smíðum. Þetta eru drög sem ég sendi á samstarfsmenn til að „fact-checka“ og fleira. [...] Það er alveg ljóst að Sigurður G. er ekki í hópi minna ráðgjafa í þessu efni.“ Í einni færslu Sigurðar G. á Facebook segir hann að hann hafi verið að ljúka við lestur á handriti af sjálfsævisögu Reynis Traustasonar „þ.e.a.s. þeim eitthvað um tvö hundruð síðum sem mér bárust óvænt og óumbeðið.“ Reynir segist hafa fyrir um mánuði síðan sent handritið á samstarfsmenn sína, þau Jón Trausta Reynisson, fyrrverandi framkvæmdastjóra DV, og Heiðu B. Heiðarsdóttur, fyrrverandi markaðsstjóra DV. „Þetta er fólk sem er að fara yfir bókina fyrir mig. Þau eru hins vegar hætt á DV og því eiga þetta að vera lokuð póstföng.“ Hann segist hafa fengið viðvörun um að það væru póstar á sveimi frá Sigurði G. með handritinu og það mætti rekja til núverandi framkvæmdastjóra DV sem hafi sent þetta upphaflega. „Það er enginn vafi hvaðan þetta sé komið,“ segir Reynir. Reynir segir ljóst að einhver netföng starfsmanna DV sem nú séu hættir séu enn opin. „Ég hef það staðfest. Sigurður tekur svo þetta hugverk, sem er mín eign, og það er ekki einu sinni fullklárað þegar hann fer að birta úr þessu einhverja kafla og gortar sig af því að hafa þetta undir höndum.“ Að sögn Reynis er málið grafalvarlegt, bara þar sem Sigurður hafi haft þetta undir höndum, dreift þessu og birt á Facebook-síðu sinni. „Menn geta velt því fyrir sér hvort ég fái góða auglýsingu út á bókina vegna þessa - eflaust fæ ég það - en ég get ekki sætt mig við að svona sé farið með mín hugverk. Ég vil fá að stjórna því á hvaða stigi máls bókin fer fyrir augu lesenda.“ Hvorki náðist í Stein Kára Ragnarsson, framkvæmdastjóra DV, eða Sigurð G. Guðjónsson við vinnslu fréttarinnar.
Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Sjá meira