„Þessi gata verður farin til enda“ Atli Ísleifsson skrifar 14. nóvember 2014 14:22 Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður og Reynir Traustason, fyrrverandi ritstjóri DV. „Það liggur alveg fyrir að þessi gata verður farin til enda. Það er ekki hægt að una þessu,“ segir Reynir Traustason, fyrrverandi ritstjóri DV. Lögmaður hans hefur sent Sigurði G. Guðjónssyni, hæstaréttarlögmanni sem er í eigendahópi DV, bréf eftir að Sigurður birti kafla á Facebook-síðu sinni úr mánaðargömlum drögum að handriti sjálfsævisögu Reynis. Reynir segir Sigurð hafa komist yfir handritið með óeðlilegum hætti. Reynir segist hafa leitað til Persónuverndar vegna málsins. „Sigurður G. hefur fengið bréf frá mínum lögmanni sem ég reikna nú með að hann svari. Þetta er algerlega óviðunandi. Þetta er bók sem er í smíðum. Þetta eru drög sem ég sendi á samstarfsmenn til að „fact-checka“ og fleira. [...] Það er alveg ljóst að Sigurður G. er ekki í hópi minna ráðgjafa í þessu efni.“ Í einni færslu Sigurðar G. á Facebook segir hann að hann hafi verið að ljúka við lestur á handriti af sjálfsævisögu Reynis Traustasonar „þ.e.a.s. þeim eitthvað um tvö hundruð síðum sem mér bárust óvænt og óumbeðið.“ Reynir segist hafa fyrir um mánuði síðan sent handritið á samstarfsmenn sína, þau Jón Trausta Reynisson, fyrrverandi framkvæmdastjóra DV, og Heiðu B. Heiðarsdóttur, fyrrverandi markaðsstjóra DV. „Þetta er fólk sem er að fara yfir bókina fyrir mig. Þau eru hins vegar hætt á DV og því eiga þetta að vera lokuð póstföng.“ Hann segist hafa fengið viðvörun um að það væru póstar á sveimi frá Sigurði G. með handritinu og það mætti rekja til núverandi framkvæmdastjóra DV sem hafi sent þetta upphaflega. „Það er enginn vafi hvaðan þetta sé komið,“ segir Reynir. Reynir segir ljóst að einhver netföng starfsmanna DV sem nú séu hættir séu enn opin. „Ég hef það staðfest. Sigurður tekur svo þetta hugverk, sem er mín eign, og það er ekki einu sinni fullklárað þegar hann fer að birta úr þessu einhverja kafla og gortar sig af því að hafa þetta undir höndum.“ Að sögn Reynis er málið grafalvarlegt, bara þar sem Sigurður hafi haft þetta undir höndum, dreift þessu og birt á Facebook-síðu sinni. „Menn geta velt því fyrir sér hvort ég fái góða auglýsingu út á bókina vegna þessa - eflaust fæ ég það - en ég get ekki sætt mig við að svona sé farið með mín hugverk. Ég vil fá að stjórna því á hvaða stigi máls bókin fer fyrir augu lesenda.“ Hvorki náðist í Stein Kára Ragnarsson, framkvæmdastjóra DV, eða Sigurð G. Guðjónsson við vinnslu fréttarinnar. Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Það liggur alveg fyrir að þessi gata verður farin til enda. Það er ekki hægt að una þessu,“ segir Reynir Traustason, fyrrverandi ritstjóri DV. Lögmaður hans hefur sent Sigurði G. Guðjónssyni, hæstaréttarlögmanni sem er í eigendahópi DV, bréf eftir að Sigurður birti kafla á Facebook-síðu sinni úr mánaðargömlum drögum að handriti sjálfsævisögu Reynis. Reynir segir Sigurð hafa komist yfir handritið með óeðlilegum hætti. Reynir segist hafa leitað til Persónuverndar vegna málsins. „Sigurður G. hefur fengið bréf frá mínum lögmanni sem ég reikna nú með að hann svari. Þetta er algerlega óviðunandi. Þetta er bók sem er í smíðum. Þetta eru drög sem ég sendi á samstarfsmenn til að „fact-checka“ og fleira. [...] Það er alveg ljóst að Sigurður G. er ekki í hópi minna ráðgjafa í þessu efni.“ Í einni færslu Sigurðar G. á Facebook segir hann að hann hafi verið að ljúka við lestur á handriti af sjálfsævisögu Reynis Traustasonar „þ.e.a.s. þeim eitthvað um tvö hundruð síðum sem mér bárust óvænt og óumbeðið.“ Reynir segist hafa fyrir um mánuði síðan sent handritið á samstarfsmenn sína, þau Jón Trausta Reynisson, fyrrverandi framkvæmdastjóra DV, og Heiðu B. Heiðarsdóttur, fyrrverandi markaðsstjóra DV. „Þetta er fólk sem er að fara yfir bókina fyrir mig. Þau eru hins vegar hætt á DV og því eiga þetta að vera lokuð póstföng.“ Hann segist hafa fengið viðvörun um að það væru póstar á sveimi frá Sigurði G. með handritinu og það mætti rekja til núverandi framkvæmdastjóra DV sem hafi sent þetta upphaflega. „Það er enginn vafi hvaðan þetta sé komið,“ segir Reynir. Reynir segir ljóst að einhver netföng starfsmanna DV sem nú séu hættir séu enn opin. „Ég hef það staðfest. Sigurður tekur svo þetta hugverk, sem er mín eign, og það er ekki einu sinni fullklárað þegar hann fer að birta úr þessu einhverja kafla og gortar sig af því að hafa þetta undir höndum.“ Að sögn Reynis er málið grafalvarlegt, bara þar sem Sigurður hafi haft þetta undir höndum, dreift þessu og birt á Facebook-síðu sinni. „Menn geta velt því fyrir sér hvort ég fái góða auglýsingu út á bókina vegna þessa - eflaust fæ ég það - en ég get ekki sætt mig við að svona sé farið með mín hugverk. Ég vil fá að stjórna því á hvaða stigi máls bókin fer fyrir augu lesenda.“ Hvorki náðist í Stein Kára Ragnarsson, framkvæmdastjóra DV, eða Sigurð G. Guðjónsson við vinnslu fréttarinnar.
Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði