Borgin lét Búseta fá verðmætar lóðir án útboðs Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. nóvember 2014 12:52 Reykjavíkurborg hefur afhent Búseta nokkrar lóðir undir hundruð íbúða í borginni án útboðs. Markaðsvirði þessara lóða hleypur á hundruðum milljóna króna. Borgarstjóri segir þetta gert til að ná markmiðum um fjölgun leigu- og búseturéttaríbúða í borginni. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti á miðvikudag metnaðarfulla íbúðauppbyggingu sem er fyrirhuguð í borginni. Í flestum tilvikum hefur deiliskipulag verið samþykkt en í sumum tilvikum er það í vinnslu. Samhliða því birti borgin þetta kynningarmyndband á YouTube sem sýnir með myndrænum hætti hvers konar byggð muni rísa og í hvaða hverfum. Í glærukynningu sem Dagur studdist við á fundinum á miðvikudag kemur fram að félagið Búseti, sem er húsnæðissamvinnufélag rekið án hagnaðarsjónarmiða, hafi fengið vilyrði fyrir lóð undir 78 íbúðir á Keilugranda. Þá byggir Búseti 203 íbúðir í Smiðjuholti á loð við hlið Einholts og Þverholts sem Búseti keypti af fasteignafélaginu Reginn. Átján raðhúsalóðum var úthlutað til Búseta við Reynisvatnsás og að lokum má nefna lóð undir 50 búseturéttaríbúðir í Suður-Mjódd. Íöllum þessum tilvikum, að Smiðjuholtinu undanskildu, var það Reykjavíkurborg sem úthlutaði Búseta lóðir undir íbúðirnar eða gaf vilyrði fyrir slíkri úthlutun.Voru þessar lóðir boðnar út? „Nei, þessar lóðir voru ekki boðnar út og ekki heldur lóðir fyrir stúdentaíbúðir. Við erum með það sem hluta af áætlun í húsnæðismálum að láta uppbyggingarfélög, sem eru að búa til húsnæði inn á leigumarkað og búseturéttaríbúðir sem eru ekki rekin í hagnaðarskyni, hafa lóðir til þess að ná markmiðum um heilbrigðari húsnæðismarkað,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Vilja tryggja fjölbreytni Að mati borgarstjóra eru almannahagsmunir sem snúa að nægilegu framboði af leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði sem réttlæta tekjumissi borgarinnar af útboði þessara lóða. „Í sumum tilvikum er það alveg rétt að við gætum boðið þessar lóðir hæstbjóðanda og fengið hundruð milljóna fyrir en við viljum að á eftirsóttum svæðum byggist ekki bara stórar og dýrar íbúðir sem einungis sumir Reykvíkingar hafa efni á heldur viljum við tryggja fjölbreytnina. Þannig að þarna fái líka leigufélög og búseturéttarfélög, sem vilja ódýrt húsnæði fyrir venjulegt fólk, aðgang að eftirsóttu landi,“ segir Dagur. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur afhent Búseta nokkrar lóðir undir hundruð íbúða í borginni án útboðs. Markaðsvirði þessara lóða hleypur á hundruðum milljóna króna. Borgarstjóri segir þetta gert til að ná markmiðum um fjölgun leigu- og búseturéttaríbúða í borginni. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti á miðvikudag metnaðarfulla íbúðauppbyggingu sem er fyrirhuguð í borginni. Í flestum tilvikum hefur deiliskipulag verið samþykkt en í sumum tilvikum er það í vinnslu. Samhliða því birti borgin þetta kynningarmyndband á YouTube sem sýnir með myndrænum hætti hvers konar byggð muni rísa og í hvaða hverfum. Í glærukynningu sem Dagur studdist við á fundinum á miðvikudag kemur fram að félagið Búseti, sem er húsnæðissamvinnufélag rekið án hagnaðarsjónarmiða, hafi fengið vilyrði fyrir lóð undir 78 íbúðir á Keilugranda. Þá byggir Búseti 203 íbúðir í Smiðjuholti á loð við hlið Einholts og Þverholts sem Búseti keypti af fasteignafélaginu Reginn. Átján raðhúsalóðum var úthlutað til Búseta við Reynisvatnsás og að lokum má nefna lóð undir 50 búseturéttaríbúðir í Suður-Mjódd. Íöllum þessum tilvikum, að Smiðjuholtinu undanskildu, var það Reykjavíkurborg sem úthlutaði Búseta lóðir undir íbúðirnar eða gaf vilyrði fyrir slíkri úthlutun.Voru þessar lóðir boðnar út? „Nei, þessar lóðir voru ekki boðnar út og ekki heldur lóðir fyrir stúdentaíbúðir. Við erum með það sem hluta af áætlun í húsnæðismálum að láta uppbyggingarfélög, sem eru að búa til húsnæði inn á leigumarkað og búseturéttaríbúðir sem eru ekki rekin í hagnaðarskyni, hafa lóðir til þess að ná markmiðum um heilbrigðari húsnæðismarkað,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Vilja tryggja fjölbreytni Að mati borgarstjóra eru almannahagsmunir sem snúa að nægilegu framboði af leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði sem réttlæta tekjumissi borgarinnar af útboði þessara lóða. „Í sumum tilvikum er það alveg rétt að við gætum boðið þessar lóðir hæstbjóðanda og fengið hundruð milljóna fyrir en við viljum að á eftirsóttum svæðum byggist ekki bara stórar og dýrar íbúðir sem einungis sumir Reykvíkingar hafa efni á heldur viljum við tryggja fjölbreytnina. Þannig að þarna fái líka leigufélög og búseturéttarfélög, sem vilja ódýrt húsnæði fyrir venjulegt fólk, aðgang að eftirsóttu landi,“ segir Dagur.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira