Innlent

Ungmenni slösuðust í bifhjólaslysi

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Mynd tengist frétt ekki beint.
Mynd tengist frétt ekki beint. Vísir / Getty Images
Ung stúlka slasaðist þegar hún missti stjórn á bifhjóli sínu, eða vespu, með þeim afleyðingum að hjólið datt. Tvö önnur ungmenni voru með henni á hjólinu. Atvikið átti sér stað í Árbæ.

Stúlkan, sem er ekki með ökuréttindi, fékk höfuðhögg og annar farþeginn mæddist á fæti. Hún var flutt á slysadeild þar sem hún fékk aðhlynningu.

Málið var afgreitt með aðkomu foreldra og tilkynningu til Barnaverndar, að sögn lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×