Innlent

Íslendingar borða næstmest af osti í heiminum

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Aðeins Frakkar borða meiri ost en Íslendingar
Aðeins Frakkar borða meiri ost en Íslendingar Nordic Photos/afp
Íslendingar innbyrða næst mest af osti í heiminum samkvæmt samantekt The Independent. Það kemur ekki á óvart að Frakkar fari fyrir þjóðum heimsins þegar kemur að því að innbyrða osta. 

Meðal Fransmaðurinn neytir tæpra 26 kílógramma af osti á ársgrundvelli en meðal Íslendingur borðar um 25,2 kílógrömm. Næstir á eftir okkur eru Finnar og Svíar reka lestina á topp tíu listanum.

Til gamans má nefna að Bretar, sem framleiða flestar tegundir osta í heiminum, neyta lítilla 11,6 kílóa á ári og Bandaríkjamenn borða 15,4 kílógramma.

Efstu tíu þjóðirnar (í kílógrömmum):

1. Frakkland 25,9

2. Ísland 25,2

3. Finnland 24,7

4. Þýskaland 24,2

5. Eistland 21,7

6. Sviss 21,3

7. Ítalía 20,7

8. Litháen 20,1

9. Austurríkki 19,9

10. Svíþjóð 19,8




Fleiri fréttir

Sjá meira


×