Innlent

Ók á fimm kyrrstæða bíla

Konan bar því við að hún hafi ætlað að stíga á bremsuna þegar hún var að mæta bíl.
Konan bar því við að hún hafi ætlað að stíga á bremsuna þegar hún var að mæta bíl. Vísir/Getty
Ung kona ók á fimm kyrrstæða bíla við fjölbýlishús í Breiðholti laust fyrir klukkan átta í gærkvöldi, uns hún náði loks að nema staðar. Þessu fylgdi nokkur hávaði þannig að eigendur bílanna voru komnir á vettvang þegar lögregla kom.

Konan bar því við að hún hafi ætlað að stíga á bremsuna þegar hún var að mæta bíl, en að hún hafi óvart stigið duglega á bensínið í staðinn, með þessum afleiðingum. Engan sakaði við þetta, en töluvert tjón hlaust af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×