Innlent

Aðgerðum við Garðsveg lokið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sjúkrabílar eru í viðbragðsstöðu vegna málsins
Sjúkrabílar eru í viðbragðsstöðu vegna málsins
Veginum á milli Keflavíkur og Garðs hefur verið lokað af lögreglunni á Suðurnesjunum nærri afleggjaranum í Helguvík. Sérsveit lögreglu var kölluð á svæðið.

Í samtali við fréttastofu segir lögregluþjónn á svæðinu að um sé að ræða einstakt mál hjá aðila í Garði. Sjúkrabílar eru í viðbragðsstöðu vegna málsins.

Uppfært klukkan 15:18

Aðgerðum lögreglu er lokið. Að sögn lögreglu er um mannlegan harmleik að ræða og frekari upplýsingar fást ekki að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×