Innlent

Kosið í fjölmenningarráð Reykjavíkur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Paul Fontaine, Zoë Robert, Dominika Sigmundsson, Elena Martínez Pérez, Matthew Naiman ásamt fráfarandi fulltrúum fjölmenningarráðs þeim Harald Josef Schaller og Jessie Vanderveen. Á myndina vantar Marina de Quintanilha e Mendonça.
Paul Fontaine, Zoë Robert, Dominika Sigmundsson, Elena Martínez Pérez, Matthew Naiman ásamt fráfarandi fulltrúum fjölmenningarráðs þeim Harald Josef Schaller og Jessie Vanderveen. Á myndina vantar Marina de Quintanilha e Mendonça.
Úrslit kosninga í fjölmenningarráð Reykjavíkur voru kynnt í sal borgarstjórnar í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag.

Kosið var í fjölmenningarráð Reykjavíkur á fjölmenningarþingi sem fram fór þann 15. nóvember í Ráðhúsi Reykjavíkur. Alls buðu sig fram 11 aðilar til setu í ráðinu.

Fjölmenningarráð verður skipað 5 einstaklingum, þrem fulltrúum kjörnum á fjölmenningarþingi og tveim skipuðum af borgarstjórn. Fjölmenningarráð skal vera borgarstjórn, nefndum og ráðum Reykjavíkurborgar til ráðgjafar um málefni og hagsmuni borgarbúa sem snúa að innflytjendum.

Á kjörskrá voru allir þeir sem voru skráðir voru til þátttöku á fjölmenningarþingi eða 264 einstaklingar.

Alls kusu 148 einstaklingar í kjörinu eða 56% af þeim sem á kjörskrá voru.

Eftirtaldir hlutu kosningu sem aðalmenn í fjölmenningarráði:

Marina de Quintanilha e Mendonça, frá Portúgal

Matthew Naiman, frá Bandaríkjunum

Zoë Robert, frá Ástralíu

Varmenn eru:

Paul Fontaine frá Bandaríkjunum

Dominika Sigmundsson frá Póllandi

Elena Martínez Pérez frá Spáni




Fleiri fréttir

Sjá meira


×