Sport

Jón Margeir setti fjögur Íslandsmet um helgina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Margeir Sverrisson á palli um helgina.
Jón Margeir Sverrisson á palli um helgina. Mynd/Fésbókarsíða Jóns Margeirs
Jón Margeir Sverrisson, gulldrengurinn frá Ólympíuleikunum í London fyrir tveimur árum, var í stuði á Íslandsmóti Sundsambands Íslands í 25 metra laug sem fór fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði um síðustu helgi.

Jón Margeir, sem er að verða 22 ára gamall í vikunni, setti alls fjögur Íslandsmet á mótinu en Kolbrún Alda Stefánsdóttir bætti þrjú met og Aníta Ósk Hrafnsdóttir sló eitt. Þetta kom fram á heimasíðu Íþróttasambands fatlaðra.

Jón Margeir bætti metin í 200 metra fjórsundi (tvisvar sinnum), 50 metra baksundi og 100 metra skriðsundi. Kolbrún Alda setti sín met í 100 metra bringusundi, 200 metra fjórsundi og 200 metra bringusundi. Met Anítu var í 800 metra skriðsundi.

Jón Margeir, Kolbrún Alda og Aníta Ósk eru þrjú af fremsta sundfólki Íslands í dag úr röðum fatlaðra í flokki þroskahamlaðra.

Jón Margeir er á leiðinni til Manchester þar sem hann keppir á British Gas Open um helgina. Hann heldur því upp á 22 ára afmælið sitt í Englandi.

Íslandsmetin hjá fötluðum á Íslandsmótinu 14. til 16. nóvember 2014:

Jón Margeir Sverrisson           SM14  200 fjórsund               2:17,18  

Kolbrún Alda Stefánsdóttir   SB14   100 bringusund          1:22,24   

Kolbrún Alda Stefánsdóttir   SM14  200 fjórsund               2:41,20        

Jón Margeir Sverrisson           SM14  200 fjórsund               2:15,44       

Jón Margeir Sverrisson           S14      50 baksund                 0:29,73        

Kolbrún Alda Stefánsdóttir   SB14   200 bringusund          2:54,59          

Aníta Ósk Hrafnsdóttir          S14      800 frjáls aðferð         10:17,07      

Jón Margeir Sverrisson           S14      100 frjáls aðferð         0:53,41      






Fleiri fréttir

Sjá meira


×