Lífið

Kennir fólki að búa til Eames-stóla úr vírherðatrjám

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Tískubloggarinn Trendsetterinn hefur ákveðið að bjóða uppá nýja þjónustu, svokölluð DIY-námskeið. Námskeiðið kostar tuttugu þúsund krónur á manninn og er allur efniskostnaður innifalinn eins og Trendsetterinn segir frá á bloggsíðu sinni.

„Við munum læra að smíða okkar eigin kertaarinn og ef tími gefst mun ég kenna ykkur líka hvernig við útbúum Eames stólana vinsælu úr vírherðatrjám og sæti úr gamalli snjóþotu,“ skrifar bloggarinn og bætir við að skráning á námskeiðið sé hafin.

Trendsetterinn byrjaði að blogga fyrir stuttu og hefur vakið mikla athygli en á blogginu gerir hún grín að öðrum tískubloggum.

Ekki er vitað hver Trendsetterinn er í raun og veru en á bloggsíðu sinni segist hún vera „20 og eitthvað ára frá Íslandi.“

Eames-stólar eru afar vinsælir og kosta skildinginn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.