Innlent

Töluverð mengun í Vík

Stefán Árni Pálsson skrifar
Reynisdrangar.
Reynisdrangar. Vísir
Mælir sem staðsettur er í Vík sýnir að brennisteinsdíoxíðmengun sé í 2.500 míkrógrömmum á rúmmetra. Þetta sýndi mælirinn um klukkan fjögur í dag.

Á heimasíðu Umhverfisstofnunar segir að við slíkar aðstæður séu einkenni frá öndunarfærum líkleg hjá öllum einstaklingum, einkum einstaklingum með undirliggjandi öndunarfærasjúkdóma. Mælst er til þess að fólk forðist áreynslu utandyra, dvelji innandyra og loki gluggum, auk þess að slökkva á loftræsingu.

Í dag berst gasmengun frá eldgosinu til suðsuðvesturs frá gosstöðvunum. Mengunar gæti því einnig orðið var á svæði frá Hellu og austur að Skaftafelli. 

Á morgun verða austlægir vindar þ.a. gosmengunin berst víða um S og V-land.

Þeir sem eru með undirliggjandi öndunarfærasjúkdóma bent á að fylgjast með loftgæðamælingum.

Fjöldi jarðskjálfta sem hefur mælst í Bárðarbungu síðan í gærmorgun er um 60. Í gærmorgun varð skjálfti af stærð 5,4, en það er fyrsti skjálftinn sem mælist yfir 5 stig síðan 2. nóvember. Sex skjálftar milli 4 og 5 stig hafa mælst síðan í gærmorgun og nokkur fjöldi milli 3 og 4 stig. Um 15 skjálftar hafa mælst í kvikuganginum síðan í gærmorgun, stærsti 2,5 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×