Stjörnurnar tjá sig um sína verstu kossa á hvíta tjaldinu Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 27. október 2014 18:00 Kossar í Hollywood-myndum eru óteljandi en sumir hafa fengið sérstakan stað í hjörtum kvikmyndaáhugamanna og gert hefur verið stólpagrín að mörgum þeirra í hinum ýmsu grínþáttum. Enn önnur kossaatriði hafa verið margverðlaunuð á hinum ýmsu verðlaunaathöfnum. En hvað finnst stjörnunum sjálfum um kossana? Lífið á Vísi fór yfir nokkra kvikmyndakossa og hvað stjörnurnar segja um gerð þeirra.1. Spider-Man Gert var mikið grín að öfugum kossi Tobey Maguire og Kirsten Dunst í Spider-Man, til dæmis í Saturday Night Live og The O.C. En gerð atriðsins var ekki eins rómantísk og atriðið sjálft var í bíómyndinni. „Ég hékk á hvolfi, það var orðið áliðið, það var rigning og allan tímann var regnvatn að renna uppí nefið á mér. Og Kirsten stöðvaði súrefnisflæði til mín þegar hún setti grímuna aftur á mig,“ sagði Tobey Maguire í viðtali við Parade árið 2007.2. Interview with the VampireKirsten Dunst var aðeins táningur þegar hún lék í kvikmyndinni og þurfti að kyssa hjartaknúsarann Brad Pitt. Henni fannst það ekkert spes. „Allir sögðu við mig: Þú ert svo heppin að kyssa Brad Pitt. En mér fannst það viðbjóðslegt,“ sagði hún í viðtali við tímaritið Bullett um kossinn.3. Harry Potter and the Deathly Hallows Part 2 Harry Potter-aðdáendur höfðu unun af því að fylgjast með ástinni á milli Hermione Granger og Ron Weasley blómstra á hvíta tjaldinu. Emma Watson vildi hins vegar ljúka kossaatriðinu af því henni fannst það óþægilegt sem endaði með því að hún réðst á Rupert Grint með vörum sínum eins og hún sagði frá í viðtali við MTV News.4. Water for Elephants Leikarinn Robert Pattinson kyssir leikkonuna Reese Witherspoon í myndinni en það var ekkert sérstaklega rómantískt á setti því Robert var með heiftarlegt kvef. „Það var ekki fallegt. Það var ekki þægilegt,“ sagði Reese í viðtali við MTV News.5. The Hunger Games: Catching Fire Leikaranum Josh Hutcherson fannst ekkert gaman að kyssa Jennifer Lawrence í myndinni því hann segir að hún slefi of mikið þegar hún kyssir. Þá vitum við það!6. ÁstralíaNicole Kidman og Hugh Jackman áttu að vera yfir sig æst í hvort annað í myndinni en Hugh segir að það hafi tekið smá tíma að fanga þessa ástríðu á filmu. „Það er aldrei sérstaklega auðvelt að fara í sleik fyrir framan sjötíu manns. Það er ekki eitthvað sem kveikir í mér,“ sagði hann í viðtali við Match.com. 7. WantedJames McAvoy var ekki hrifinn af því að kyssa kynbombuna Angelinu Jolie í myndinni. „Ég get sagt ykkur hvernig það var að kyssa hana á setti: vandræðalegt, sveitt og ekki mjög þægilegt,“ sagði hann í viðtali við InTouch.8. The BeachVirginie Leydoyen lék ástkonu Leonardo DiCaprio í myndinni en myndi ekki vilja kyssa hann í alvörunni. „Mér finnst Leonardo vera mjög fínn gaur en ég myndi ekki vilja vera elskhugi hans. Það var engin raunveruleg ástríða. Engar tilfinningar í ástarsenunum okkar. Ég gat bara hugsað um að drukkna ekki í ástarsenunum okkar í sjónum. Ég man ekki einu sinni eftir kossinum.“ Bíó og sjónvarp Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Fleiri fréttir Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Kossar í Hollywood-myndum eru óteljandi en sumir hafa fengið sérstakan stað í hjörtum kvikmyndaáhugamanna og gert hefur verið stólpagrín að mörgum þeirra í hinum ýmsu grínþáttum. Enn önnur kossaatriði hafa verið margverðlaunuð á hinum ýmsu verðlaunaathöfnum. En hvað finnst stjörnunum sjálfum um kossana? Lífið á Vísi fór yfir nokkra kvikmyndakossa og hvað stjörnurnar segja um gerð þeirra.1. Spider-Man Gert var mikið grín að öfugum kossi Tobey Maguire og Kirsten Dunst í Spider-Man, til dæmis í Saturday Night Live og The O.C. En gerð atriðsins var ekki eins rómantísk og atriðið sjálft var í bíómyndinni. „Ég hékk á hvolfi, það var orðið áliðið, það var rigning og allan tímann var regnvatn að renna uppí nefið á mér. Og Kirsten stöðvaði súrefnisflæði til mín þegar hún setti grímuna aftur á mig,“ sagði Tobey Maguire í viðtali við Parade árið 2007.2. Interview with the VampireKirsten Dunst var aðeins táningur þegar hún lék í kvikmyndinni og þurfti að kyssa hjartaknúsarann Brad Pitt. Henni fannst það ekkert spes. „Allir sögðu við mig: Þú ert svo heppin að kyssa Brad Pitt. En mér fannst það viðbjóðslegt,“ sagði hún í viðtali við tímaritið Bullett um kossinn.3. Harry Potter and the Deathly Hallows Part 2 Harry Potter-aðdáendur höfðu unun af því að fylgjast með ástinni á milli Hermione Granger og Ron Weasley blómstra á hvíta tjaldinu. Emma Watson vildi hins vegar ljúka kossaatriðinu af því henni fannst það óþægilegt sem endaði með því að hún réðst á Rupert Grint með vörum sínum eins og hún sagði frá í viðtali við MTV News.4. Water for Elephants Leikarinn Robert Pattinson kyssir leikkonuna Reese Witherspoon í myndinni en það var ekkert sérstaklega rómantískt á setti því Robert var með heiftarlegt kvef. „Það var ekki fallegt. Það var ekki þægilegt,“ sagði Reese í viðtali við MTV News.5. The Hunger Games: Catching Fire Leikaranum Josh Hutcherson fannst ekkert gaman að kyssa Jennifer Lawrence í myndinni því hann segir að hún slefi of mikið þegar hún kyssir. Þá vitum við það!6. ÁstralíaNicole Kidman og Hugh Jackman áttu að vera yfir sig æst í hvort annað í myndinni en Hugh segir að það hafi tekið smá tíma að fanga þessa ástríðu á filmu. „Það er aldrei sérstaklega auðvelt að fara í sleik fyrir framan sjötíu manns. Það er ekki eitthvað sem kveikir í mér,“ sagði hann í viðtali við Match.com. 7. WantedJames McAvoy var ekki hrifinn af því að kyssa kynbombuna Angelinu Jolie í myndinni. „Ég get sagt ykkur hvernig það var að kyssa hana á setti: vandræðalegt, sveitt og ekki mjög þægilegt,“ sagði hann í viðtali við InTouch.8. The BeachVirginie Leydoyen lék ástkonu Leonardo DiCaprio í myndinni en myndi ekki vilja kyssa hann í alvörunni. „Mér finnst Leonardo vera mjög fínn gaur en ég myndi ekki vilja vera elskhugi hans. Það var engin raunveruleg ástríða. Engar tilfinningar í ástarsenunum okkar. Ég gat bara hugsað um að drukkna ekki í ástarsenunum okkar í sjónum. Ég man ekki einu sinni eftir kossinum.“
Bíó og sjónvarp Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Fleiri fréttir Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira