Tinna aftur á leiksviðið Jakob Bjarnar skrifar 14. október 2014 13:13 Tinna á samlestri. Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Eggert Þorleifsson, Guðrún Gísladóttir, Baldur Trausti Hreinsson og Tinna Gunnlaugsdóttir. visir/stefán Fyrsti samlestur á Sjálfstæðu fólki var í morgun. Þorleifur Örn Arnarson leikstjóri mun leikstýra jólasýningu Þjóðleikhússins. Mikil eftirvænting var ríkjandi í Þjóðleikhúsinu nú í morgun þegar leikstjórinn Þorleifur Örn leikstjóri, sviðslistamenn Þjóðleikhússins og leikarar komu saman til fyrsta samlesturs; jólasýning Þjóðleikhússins verður leikgerð byggð á einu helsta stórvirki nóbelsskáldsins Halldórs Laxness, Sjálfstæðu fólki, og er öllu til tjaldað.Feðgarnir Þorleifur Örn og Arnar Jónsson. Leikstjórinn ungi hefur starfað í Þýskalandi að undanförnu og unnið þar hvern sigurinn á fætur öðrum með eftirtektarverðum sýningum sínum.visir/stefánSérstaka athygli vekur að Þjóðleikhússtjóri sjálfur, Tinna Gunnlaugsdóttir, fer með hlutverk í sýningunni en hún lætur af störfum sem Þjóðleikhússtjóri um áramót eftir tíu ár í brúnni þar. Frumsýnt verður 2. í jólum. Meðal annarra leikara eru svo faðir leikstjórans, stórleikarinn Arnar Jónsson og svo sonur leikhússtjórans, Ólafur Egill Egilsson, auk þeirra Elmu Stefaníu Ágústsdóttur og Atla Rafns Sigurðssonar (Bjartur), svo einhver séu nefnd. En, Atli Rafn fór einmitt með aðalhlutverk í Englum alheims, rómaðri sýningu sem Þorleifur setti nýverið upp í Þjóðleikhúsinu.Þorleifur Örn talar við hópinn en öllu er til tjaldað, jólasýning Þjóðleikhússins er hápunktur leikársins hverju sinni.Félagarnir Þorleifur Örn og Atli Rafn, sem voru í miklum ham, báðir tveir, við uppsetningu á rómaðri sýningu, Englum alheimsins, eftir Einar Má Guðmundsson.visir/stefánLeikhússtjórinn Tinna ávarpaði hópinn áður en samlestur hófst, en settist svo niður sem leikkona. Með henni á myndinni er Vytautas Narbutas leikmyndahönnuður.visir/stefán Menning Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Fyrsti samlestur á Sjálfstæðu fólki var í morgun. Þorleifur Örn Arnarson leikstjóri mun leikstýra jólasýningu Þjóðleikhússins. Mikil eftirvænting var ríkjandi í Þjóðleikhúsinu nú í morgun þegar leikstjórinn Þorleifur Örn leikstjóri, sviðslistamenn Þjóðleikhússins og leikarar komu saman til fyrsta samlesturs; jólasýning Þjóðleikhússins verður leikgerð byggð á einu helsta stórvirki nóbelsskáldsins Halldórs Laxness, Sjálfstæðu fólki, og er öllu til tjaldað.Feðgarnir Þorleifur Örn og Arnar Jónsson. Leikstjórinn ungi hefur starfað í Þýskalandi að undanförnu og unnið þar hvern sigurinn á fætur öðrum með eftirtektarverðum sýningum sínum.visir/stefánSérstaka athygli vekur að Þjóðleikhússtjóri sjálfur, Tinna Gunnlaugsdóttir, fer með hlutverk í sýningunni en hún lætur af störfum sem Þjóðleikhússtjóri um áramót eftir tíu ár í brúnni þar. Frumsýnt verður 2. í jólum. Meðal annarra leikara eru svo faðir leikstjórans, stórleikarinn Arnar Jónsson og svo sonur leikhússtjórans, Ólafur Egill Egilsson, auk þeirra Elmu Stefaníu Ágústsdóttur og Atla Rafns Sigurðssonar (Bjartur), svo einhver séu nefnd. En, Atli Rafn fór einmitt með aðalhlutverk í Englum alheims, rómaðri sýningu sem Þorleifur setti nýverið upp í Þjóðleikhúsinu.Þorleifur Örn talar við hópinn en öllu er til tjaldað, jólasýning Þjóðleikhússins er hápunktur leikársins hverju sinni.Félagarnir Þorleifur Örn og Atli Rafn, sem voru í miklum ham, báðir tveir, við uppsetningu á rómaðri sýningu, Englum alheimsins, eftir Einar Má Guðmundsson.visir/stefánLeikhússtjórinn Tinna ávarpaði hópinn áður en samlestur hófst, en settist svo niður sem leikkona. Með henni á myndinni er Vytautas Narbutas leikmyndahönnuður.visir/stefán
Menning Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira