Jeppe: Ég vil líka fá gullmedalíu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. október 2014 18:27 Vísir/Ernir Jeppe Hansen er staddur hér á landi til að fylgjast með sínu gömlu félögum í Stjörnunni leika gegn FH í lokaumferð Pepsi-deildar karla á morgun. Jeppe kom til Stjörnunnar í upphafi tímabilsins og setti sterkan svip á deildina. Hann skoraði sex mörk í níu leikjum áður en hann gerði tveggja ára samning við Fredericia í júlí. Nú er hann kominn aftur en hann fékk leyfi til að skella sér hingað til lands til að horfa á leikinn mikilvæga - og heimsækja kærustu sína en hún heitir Anna María Baldursdóttir og leikur með Stjörnunni. „Það var gott að geta sameinað þetta tvennt,“ sagði hann en Jeppe gat reyndar lítið tekið þátt í æfingunni í dag þar sem hann á við meiðsli að stríða. Hann neitar því ekki að honum hafi fundist leitt að fara frá Íslandi þegar að því kom. Tímabilið hefur verið ævintýri líkast í Garðabænum en auk titilbaráttunnar náði liðið frábærum árangri í forkeppni Evrópudeildar UEFA þar sem Stjörnumenn féllu að lokum út eftir tap gegn stórliði Inter frá Ítalíu. „Ég stóð mig vel í síðustu leikjunum og mér var farið að líka afar vel við að búa á Íslandi. Ég var þó ánægður með að fá samning heima og fannst fínt að komast heim. En um leið fannst mér leitt að fara frá Íslandi.“Jeppe í leik með Stjörnunni í sumar.Vísir/ValliHann viðurkennir að honum hafi stundum þótt erfitt að fylgjast með afrekum Stjörnunnar úr fjarlægð. „Ég varð örlítið öfundsjúkur. Það voru nokkrir stórir leikir sem ég hefði viljað taka þátt í. En leikurinn er sá morgun sem ég hefði helst ekki viljað missa af. Það er auðvitað risastórt að spila gegn Inter en strákarnir fá nú tækifæri til að vinna titilinn og komast í sögubækurnar.“ Jeppe hefur fylgst afar vel með leikjum Stjörnunnar og séð upptökur af þeim flestum í tölvunni heima í stofu. „Ég hef líka séð nokkra leiki með FH-ingum og þeir eru með sterkt lið. Maður hefur það alltaf á tilfinningunni að þeir munu vinna sína leiki.“ „En það er aldrei að vita. Ég vonast auðvitað eftir sigri minna manna. Ég giska á 2-1 sigur.“ Hansen ætlar að fylgjast með úr stúkunni en mun svo fagna með félögunum sínum niðri á velli ef Stjarnan verður meistari. „Ég verð á vellinum þegar við fáum gullmedalíuna. Ég vil að sjálfsögðu líka fá medalíu,“ sagði hann og hló. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Jeppe Hansen samdi við Fredericia Jeppe Hansen mun yfirgefa herbúðir Stjörnunnar þegar samningur hans við Stjörnuna rennur út um mánaðamótin. 16. júní 2014 09:27 Góður kostur að koma til Íslands Henryk Bödker lýsir í ítarlegu viðtali við danska fjölmiðla kostum þess að spila í Pepsi-deildinni. 16. júlí 2014 12:15 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram - Stjarnan 1-2 | Jeppe kveður með stæl Stjarnan vann magnaðan sigur á Fram, 2-1, í Pepsi-deild karla í kvöld. 27. júní 2014 11:52 Danskur sóknarmaður semur við Stjörnuna Stjarnan hefur fundið frekari liðsstyrk fyrir átökin í Pepsi-deild karla í fótbolta en félagið hefur samið við 25 ára gamla Dana. 7. maí 2014 08:14 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira
Jeppe Hansen er staddur hér á landi til að fylgjast með sínu gömlu félögum í Stjörnunni leika gegn FH í lokaumferð Pepsi-deildar karla á morgun. Jeppe kom til Stjörnunnar í upphafi tímabilsins og setti sterkan svip á deildina. Hann skoraði sex mörk í níu leikjum áður en hann gerði tveggja ára samning við Fredericia í júlí. Nú er hann kominn aftur en hann fékk leyfi til að skella sér hingað til lands til að horfa á leikinn mikilvæga - og heimsækja kærustu sína en hún heitir Anna María Baldursdóttir og leikur með Stjörnunni. „Það var gott að geta sameinað þetta tvennt,“ sagði hann en Jeppe gat reyndar lítið tekið þátt í æfingunni í dag þar sem hann á við meiðsli að stríða. Hann neitar því ekki að honum hafi fundist leitt að fara frá Íslandi þegar að því kom. Tímabilið hefur verið ævintýri líkast í Garðabænum en auk titilbaráttunnar náði liðið frábærum árangri í forkeppni Evrópudeildar UEFA þar sem Stjörnumenn féllu að lokum út eftir tap gegn stórliði Inter frá Ítalíu. „Ég stóð mig vel í síðustu leikjunum og mér var farið að líka afar vel við að búa á Íslandi. Ég var þó ánægður með að fá samning heima og fannst fínt að komast heim. En um leið fannst mér leitt að fara frá Íslandi.“Jeppe í leik með Stjörnunni í sumar.Vísir/ValliHann viðurkennir að honum hafi stundum þótt erfitt að fylgjast með afrekum Stjörnunnar úr fjarlægð. „Ég varð örlítið öfundsjúkur. Það voru nokkrir stórir leikir sem ég hefði viljað taka þátt í. En leikurinn er sá morgun sem ég hefði helst ekki viljað missa af. Það er auðvitað risastórt að spila gegn Inter en strákarnir fá nú tækifæri til að vinna titilinn og komast í sögubækurnar.“ Jeppe hefur fylgst afar vel með leikjum Stjörnunnar og séð upptökur af þeim flestum í tölvunni heima í stofu. „Ég hef líka séð nokkra leiki með FH-ingum og þeir eru með sterkt lið. Maður hefur það alltaf á tilfinningunni að þeir munu vinna sína leiki.“ „En það er aldrei að vita. Ég vonast auðvitað eftir sigri minna manna. Ég giska á 2-1 sigur.“ Hansen ætlar að fylgjast með úr stúkunni en mun svo fagna með félögunum sínum niðri á velli ef Stjarnan verður meistari. „Ég verð á vellinum þegar við fáum gullmedalíuna. Ég vil að sjálfsögðu líka fá medalíu,“ sagði hann og hló.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Jeppe Hansen samdi við Fredericia Jeppe Hansen mun yfirgefa herbúðir Stjörnunnar þegar samningur hans við Stjörnuna rennur út um mánaðamótin. 16. júní 2014 09:27 Góður kostur að koma til Íslands Henryk Bödker lýsir í ítarlegu viðtali við danska fjölmiðla kostum þess að spila í Pepsi-deildinni. 16. júlí 2014 12:15 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram - Stjarnan 1-2 | Jeppe kveður með stæl Stjarnan vann magnaðan sigur á Fram, 2-1, í Pepsi-deild karla í kvöld. 27. júní 2014 11:52 Danskur sóknarmaður semur við Stjörnuna Stjarnan hefur fundið frekari liðsstyrk fyrir átökin í Pepsi-deild karla í fótbolta en félagið hefur samið við 25 ára gamla Dana. 7. maí 2014 08:14 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira
Jeppe Hansen samdi við Fredericia Jeppe Hansen mun yfirgefa herbúðir Stjörnunnar þegar samningur hans við Stjörnuna rennur út um mánaðamótin. 16. júní 2014 09:27
Góður kostur að koma til Íslands Henryk Bödker lýsir í ítarlegu viðtali við danska fjölmiðla kostum þess að spila í Pepsi-deildinni. 16. júlí 2014 12:15
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram - Stjarnan 1-2 | Jeppe kveður með stæl Stjarnan vann magnaðan sigur á Fram, 2-1, í Pepsi-deild karla í kvöld. 27. júní 2014 11:52
Danskur sóknarmaður semur við Stjörnuna Stjarnan hefur fundið frekari liðsstyrk fyrir átökin í Pepsi-deild karla í fótbolta en félagið hefur samið við 25 ára gamla Dana. 7. maí 2014 08:14