Íslenski boltinn

Danskur sóknarmaður semur við Stjörnuna

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jeppe Hansen er mættur í Garðabæinn.
Jeppe Hansen er mættur í Garðabæinn. Mynd/OB
Stjarnan heldur áfram að sækja sér liðsstyrk til Danmerkur en Garðabæjarfélagið er búið að ganga frá samningi við JeppeHansen, 25 ára gamla Dana sem kemur frá OB.

Þetta kemur fram á vefsíðu silfurskeiðarinnar, stuðningsmannafélags Stjörnunnar, en Hansen á að baki tíu leiki með OB og hefur skorað í þeim þrjú mörk.

Hansen lék einnig með Næsby og Otterup í neðri deildum danska boltans og skoraði þar 28 mörk á tveimur leiktíðum en fram kemur á heimasíðu silfurskeiðarinnar um sé að ræða hávaxinn og snöggan framherja.

Samningurinn gildir aðeins til 1. júlí en Daninn á að styrkja sóknarleik Stjörnunnar í fjarveru framherjaparsins GarðarsJóhannssonar og Veigars Páls Gunnarssonar. Garðar byrjaði mótið meiddur en Veigar meiddist í fyrsta leik gegn Fylki.

Stjörninni býðst að framlengja samninginn 1. júlí en fer það væntanlega eftir stöðunni á hópnum þegar hann rennur út. Vonast er til að Hansen verði kominn með leikheimild fyrir leikinn gegn ÍBV á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×