Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram - Stjarnan 1-2 | Jeppe kveður með stæl Stefán Árni Pálsson skrifar 27. júní 2014 11:52 Jeppe Hansen skoraði bæði mörkin. Vísir/Daníel Stjarnan vann magnaðan sigur á Fram, 2-1, í Pepsi-deild karla í kvöld en Framarar komust 1-0 yfir í leiknum en Stjörnumenn komu til baka og gerðu tvö mörk. Gestirnir úr Garðabæ léku einum leikmanni færri í nánast klukkustund í kvöld en þeir fengu rautt spjald í fyrri hálfleiknum. Jeppe Hansen skoraði bæði mörk Stjörnunnar í kveðjuleik sínum. Leikurinn hófst heldur fjörlega en heimamenn í Fram voru aðeins þrjár mínútur að skora fyrsta markið. Þar var að verki Ásgeir Marteinsson sem þrumaði boltanum í netið rétt fyrir utan teig, alveg óverjandi fyrir Ingvar Jónsson í marki Stjörnunnar. Markið kom eins og köld vatnsgusa fyrir gestina sem ætluðu sér greinilega að jafna metin strax. Stjörnumenn fengu nokkur ákjósanleg færi í fyrri hálfleiknum en Ögmundur Kristinsson, markvörður Fram, var alltaf vel vakandi í rammanum og varði nokkrum sinnum virkilega vel. Þegar tíu mínútur voru eftir kom annað áfall fyrir gestina úr Garðabæ en Atli Jóhannsson fékk þá að líta beint rautt spjald fyrir grófa tæklingu á Hauk Baldvinsson sem lá óvígur í nokkrar mínútur eftir. Rétt ákvörðun hjá Þorvaldi Árnasyni, dómara leiksins. Stjörnumenn voru heldur vankaðir eftir spjaldið og náði ekki að setja mark sitt á leikinn fyrir hálfleik. Staðan var því 1-0 eftir 45 mínútur. Stjörnumenn komu virkilega ákveðnir til leik í síðari hálfleiknum og það mátti ekki sjá að þeir væru einum leikmanni færri. Liðið ógnaði ítrekað að marki Fram sem endaði með frábæru marki frá Jeppe Hansen, framherja liðsins. Hann fékk boltann rétt fyrir utan vítateig Framara, tók snyrtilegan snúning framhjá Jóhannesi Karli í vörn Fram og lagði boltann frábærlega í netið. Jeppe hafði þá skorað í fjórum leikjum í röð í Pepsi-deildinni.Markið hafði heldur betur legið í loftinu og Garðbæingar ætluðu sér greinilega að ná í stigin þrjú því þeir héldu áfram pressunni. Stjörnumenn náðu því að skora annað mark á 82. mínútu leiksins og kom það eftir hornspyrnu. Aftur var það Jeppe Hansen sem kom boltanum í netið af miklu harðfylgi. Veigar Páll tók hornspyrnu og boltinn barst til Jeppe sem snéri baki í markið og kom boltanum einhvernvegin í netið. Ótrúlega vel gert hjá Jeppanum sem fór mikinn á vellinum í kvöld. Jeppe er því að kveðja Stjörnumenn einstaklega vel í kvöld en samningur hans við Stjörnuna rennur út um mánaðarmótin en hann er búinn að semja við Frederica í dönsku B-deildinni. Stjörnumenn unnu að lokum leikinn eftir magnaðan leik. Þeir voru einum leikmanni færri frá 35. mínútu leiksins og gerðu ótrúlega vel í síðari hálfleiknum. Stjarnan er því komið með 22 stig í deildinni og hafa ekki enn tapað leik. Framarar eru sem fyrr með níu stig. Rúnar: Hrikalegt að missa Jeppe„Þetta var bara æðislegt, þvílíkur karakter í liðinu,“ segir Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Við ákváðum í hálfleik að fara hærra á þá og setja enn meiri pressu, þrátt fyrir að vera einum leikmanni færri.“ Rúnar segir að mörkin frá Jeppe í kvöld hafi verið frábær og þá sérstaklega það fyrra. „Það er hrikalegt fyrir okkur að missa hann á þessum tímapunkti en það verður bara að koma maður í manns stað.“ Jeppe: Fallegasta mark sem ég hef skorað, hlakka til að sjá það í sjónvarpinu„Ég get ekki kvatt Stjörnuna á betri hátt,“ segir Jeppe Hansen eftir leikinn. „Tvö mörk og algjör liðssigur í kvöld. Þetta var frábært kvöld fyrir okkur. Við vorum ekki góðir í upphafi leiksins en eftir það fannst mér liðið alltaf sýna betri takta en Framarar.“ Fyrra mark Jeppe var að dýrari gerðinni og virkilega flott, hans langfallegasta í sumar. „Þetta er án efa fallegasta mark sem ég hef skorað á ferlinum. Ég hlakka til að sjá markið aftur í sjónvarpinu.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Sjá meira
Stjarnan vann magnaðan sigur á Fram, 2-1, í Pepsi-deild karla í kvöld en Framarar komust 1-0 yfir í leiknum en Stjörnumenn komu til baka og gerðu tvö mörk. Gestirnir úr Garðabæ léku einum leikmanni færri í nánast klukkustund í kvöld en þeir fengu rautt spjald í fyrri hálfleiknum. Jeppe Hansen skoraði bæði mörk Stjörnunnar í kveðjuleik sínum. Leikurinn hófst heldur fjörlega en heimamenn í Fram voru aðeins þrjár mínútur að skora fyrsta markið. Þar var að verki Ásgeir Marteinsson sem þrumaði boltanum í netið rétt fyrir utan teig, alveg óverjandi fyrir Ingvar Jónsson í marki Stjörnunnar. Markið kom eins og köld vatnsgusa fyrir gestina sem ætluðu sér greinilega að jafna metin strax. Stjörnumenn fengu nokkur ákjósanleg færi í fyrri hálfleiknum en Ögmundur Kristinsson, markvörður Fram, var alltaf vel vakandi í rammanum og varði nokkrum sinnum virkilega vel. Þegar tíu mínútur voru eftir kom annað áfall fyrir gestina úr Garðabæ en Atli Jóhannsson fékk þá að líta beint rautt spjald fyrir grófa tæklingu á Hauk Baldvinsson sem lá óvígur í nokkrar mínútur eftir. Rétt ákvörðun hjá Þorvaldi Árnasyni, dómara leiksins. Stjörnumenn voru heldur vankaðir eftir spjaldið og náði ekki að setja mark sitt á leikinn fyrir hálfleik. Staðan var því 1-0 eftir 45 mínútur. Stjörnumenn komu virkilega ákveðnir til leik í síðari hálfleiknum og það mátti ekki sjá að þeir væru einum leikmanni færri. Liðið ógnaði ítrekað að marki Fram sem endaði með frábæru marki frá Jeppe Hansen, framherja liðsins. Hann fékk boltann rétt fyrir utan vítateig Framara, tók snyrtilegan snúning framhjá Jóhannesi Karli í vörn Fram og lagði boltann frábærlega í netið. Jeppe hafði þá skorað í fjórum leikjum í röð í Pepsi-deildinni.Markið hafði heldur betur legið í loftinu og Garðbæingar ætluðu sér greinilega að ná í stigin þrjú því þeir héldu áfram pressunni. Stjörnumenn náðu því að skora annað mark á 82. mínútu leiksins og kom það eftir hornspyrnu. Aftur var það Jeppe Hansen sem kom boltanum í netið af miklu harðfylgi. Veigar Páll tók hornspyrnu og boltinn barst til Jeppe sem snéri baki í markið og kom boltanum einhvernvegin í netið. Ótrúlega vel gert hjá Jeppanum sem fór mikinn á vellinum í kvöld. Jeppe er því að kveðja Stjörnumenn einstaklega vel í kvöld en samningur hans við Stjörnuna rennur út um mánaðarmótin en hann er búinn að semja við Frederica í dönsku B-deildinni. Stjörnumenn unnu að lokum leikinn eftir magnaðan leik. Þeir voru einum leikmanni færri frá 35. mínútu leiksins og gerðu ótrúlega vel í síðari hálfleiknum. Stjarnan er því komið með 22 stig í deildinni og hafa ekki enn tapað leik. Framarar eru sem fyrr með níu stig. Rúnar: Hrikalegt að missa Jeppe„Þetta var bara æðislegt, þvílíkur karakter í liðinu,“ segir Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Við ákváðum í hálfleik að fara hærra á þá og setja enn meiri pressu, þrátt fyrir að vera einum leikmanni færri.“ Rúnar segir að mörkin frá Jeppe í kvöld hafi verið frábær og þá sérstaklega það fyrra. „Það er hrikalegt fyrir okkur að missa hann á þessum tímapunkti en það verður bara að koma maður í manns stað.“ Jeppe: Fallegasta mark sem ég hef skorað, hlakka til að sjá það í sjónvarpinu„Ég get ekki kvatt Stjörnuna á betri hátt,“ segir Jeppe Hansen eftir leikinn. „Tvö mörk og algjör liðssigur í kvöld. Þetta var frábært kvöld fyrir okkur. Við vorum ekki góðir í upphafi leiksins en eftir það fannst mér liðið alltaf sýna betri takta en Framarar.“ Fyrra mark Jeppe var að dýrari gerðinni og virkilega flott, hans langfallegasta í sumar. „Þetta er án efa fallegasta mark sem ég hef skorað á ferlinum. Ég hlakka til að sjá markið aftur í sjónvarpinu.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn