Verða Vetrarólympíuleikarnir 2022 færðir? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2014 10:45 Vísir/Getty Stærstu knattspyrnufélögin í Evrópu eru farin að pressa á það að Vetrarólympíuleikarnir árið 2022 verði færðir til svo hægt sé að spila HM í Katar við "kaldari" aðstæður. Það er búist við því að HM í Katar fari ekki fram í hinum gríðarmikla sumarhita í Katar en ákvörðun FIFA um að spila leiki í 40-50 gráðu hita í Katar hefur fengið mikla gagnrýni. „Það er ekki búið að ákveða það hvar leikarnir fara fram," sagði Umberto Gandini, varaformaður sambands evrópskra knattspyrnufélaga, í vitalið hjá BBC. „Ég sé ekki hvernig við getum haft áhyggjur af því sem er ekki ákveðið og svo geta þeir einnig breytt dagsetningunni," sagði Gandini. Sepp Blatter, forseti FIFA, hefur lagt það til að Heimsmeistarakeppnin fari fram í nóvember og desember 2022. Það myndi hinsvegar hafa þær afleiðingar að gera þyrfti átta vikna hlé á keppni í evrópsku deildunum. Annar möguleiki er að HM fari fram í janúar og febrúar (á sama tíma og Vetrar-ÓL) en Blatter hefur þegar lofað því að HM verði ekki sett á sama tíma og Vetrarólympíuleikarnir. Blatter er í Alþjóðlegu Ólympíunefndinni og veit það vel að eitthvað ósætti á milli FIFA og IOC gæti þýtt að framtíð fótboltans sem Ólympíugrein væri í hættu. „HM í janúar og febrúar kemur best út fyrir evrópsku deildirnar því margar þeirra eru með vetrarfrí. Það væri örlítið meiri lógík í því," sagði Umberto Gandini sem er yfirmaður hjá AC Milan. „Það er ekki ómögulegt að færa Vetrarólympíuleikana um fimmtán daga og við ættum að finna lausn sem hentar ekki bara fótboltaheiminum heldur einnig öllum íþróttaheiminum," sagði Umberto Gandini. Tengdar fréttir Ekki útilokað að Katar missi HM 2022 Breskir fjölmiðlar greindu frá því í morgun að Mohammed bin Hammam hafi gerst sekur um mútur til að tryggja að heimsmeistarakeppnin í Katar verði haldin í Katar. Því gæti Katar misst HM. 1. júní 2014 16:00 Dauðsföll í Katar koma FIFA ekki við Fjöldi mætti til þess að mótmæla á fótboltaráðstefnu í Hong Kong í gær þar sem Sepp Blatter, forseti FIFA, var staddur. 24. apríl 2014 23:30 Blatter vill að HM 2022 verði spilað í jólamánuðinum Sett Blatter, forseti FIFA, er undir stöðugri pressu að komast að niðurstöðu um hvenær HM í fótbolta í Katar fari fram eftir níu ár en allir eru sammála því að það er ekki hægt að halda mótið í hitasvækjunni sem er í Katar yfir sumartímann. 9. nóvember 2013 22:45 HM 2022 fer fram að vetri til Jerome Valcke, aðalritari Alþjóðaknattspyrnusambandsins, staðfesti í dag að heimsmeistarakeppnin í Katar árið 2022 muni ekki fara fram á hefðbundnum árstíma. 8. janúar 2014 11:34 FIFA: Engin ákvörðun tekin enn um HM 2022 Þrátt fyrir yfirlýsingar eins hæst setta embættismanns Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, hefur engin ákvörðun verið tekin um hvort að HM 2022 í Katar fari fram að vetri til. 8. janúar 2014 13:54 Platini: Ánægður með að hafa greitt Katar mitt atkvæði Michel Platini, forseti UEFA, segir að það hafi verið rétt ákvörðun að kjósa Rússland og Katar til að halda HM í Katar 2018 og 2022. 8. september 2014 21:45 Blatter: Ómögulegt að spila í 45 gráðu hita Sepp Blatter, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, viðurkennir í samtali við France Football að ómögulegt sé að halda HM í Katar yfir sumarmánuðina. 28. janúar 2014 13:00 Sepp Blatter: Mistök að láta Katar fá HM 2022 Sepp Blatter, forseti FIFA, hefur nú viðurkennt opinberlega að það hafi verið mistök hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu að láta Katar fá HM í fótbolta árið 2022. 16. maí 2014 09:30 Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Hefði viljað þriðja markið“ Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Sjá meira
Stærstu knattspyrnufélögin í Evrópu eru farin að pressa á það að Vetrarólympíuleikarnir árið 2022 verði færðir til svo hægt sé að spila HM í Katar við "kaldari" aðstæður. Það er búist við því að HM í Katar fari ekki fram í hinum gríðarmikla sumarhita í Katar en ákvörðun FIFA um að spila leiki í 40-50 gráðu hita í Katar hefur fengið mikla gagnrýni. „Það er ekki búið að ákveða það hvar leikarnir fara fram," sagði Umberto Gandini, varaformaður sambands evrópskra knattspyrnufélaga, í vitalið hjá BBC. „Ég sé ekki hvernig við getum haft áhyggjur af því sem er ekki ákveðið og svo geta þeir einnig breytt dagsetningunni," sagði Gandini. Sepp Blatter, forseti FIFA, hefur lagt það til að Heimsmeistarakeppnin fari fram í nóvember og desember 2022. Það myndi hinsvegar hafa þær afleiðingar að gera þyrfti átta vikna hlé á keppni í evrópsku deildunum. Annar möguleiki er að HM fari fram í janúar og febrúar (á sama tíma og Vetrar-ÓL) en Blatter hefur þegar lofað því að HM verði ekki sett á sama tíma og Vetrarólympíuleikarnir. Blatter er í Alþjóðlegu Ólympíunefndinni og veit það vel að eitthvað ósætti á milli FIFA og IOC gæti þýtt að framtíð fótboltans sem Ólympíugrein væri í hættu. „HM í janúar og febrúar kemur best út fyrir evrópsku deildirnar því margar þeirra eru með vetrarfrí. Það væri örlítið meiri lógík í því," sagði Umberto Gandini sem er yfirmaður hjá AC Milan. „Það er ekki ómögulegt að færa Vetrarólympíuleikana um fimmtán daga og við ættum að finna lausn sem hentar ekki bara fótboltaheiminum heldur einnig öllum íþróttaheiminum," sagði Umberto Gandini.
Tengdar fréttir Ekki útilokað að Katar missi HM 2022 Breskir fjölmiðlar greindu frá því í morgun að Mohammed bin Hammam hafi gerst sekur um mútur til að tryggja að heimsmeistarakeppnin í Katar verði haldin í Katar. Því gæti Katar misst HM. 1. júní 2014 16:00 Dauðsföll í Katar koma FIFA ekki við Fjöldi mætti til þess að mótmæla á fótboltaráðstefnu í Hong Kong í gær þar sem Sepp Blatter, forseti FIFA, var staddur. 24. apríl 2014 23:30 Blatter vill að HM 2022 verði spilað í jólamánuðinum Sett Blatter, forseti FIFA, er undir stöðugri pressu að komast að niðurstöðu um hvenær HM í fótbolta í Katar fari fram eftir níu ár en allir eru sammála því að það er ekki hægt að halda mótið í hitasvækjunni sem er í Katar yfir sumartímann. 9. nóvember 2013 22:45 HM 2022 fer fram að vetri til Jerome Valcke, aðalritari Alþjóðaknattspyrnusambandsins, staðfesti í dag að heimsmeistarakeppnin í Katar árið 2022 muni ekki fara fram á hefðbundnum árstíma. 8. janúar 2014 11:34 FIFA: Engin ákvörðun tekin enn um HM 2022 Þrátt fyrir yfirlýsingar eins hæst setta embættismanns Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, hefur engin ákvörðun verið tekin um hvort að HM 2022 í Katar fari fram að vetri til. 8. janúar 2014 13:54 Platini: Ánægður með að hafa greitt Katar mitt atkvæði Michel Platini, forseti UEFA, segir að það hafi verið rétt ákvörðun að kjósa Rússland og Katar til að halda HM í Katar 2018 og 2022. 8. september 2014 21:45 Blatter: Ómögulegt að spila í 45 gráðu hita Sepp Blatter, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, viðurkennir í samtali við France Football að ómögulegt sé að halda HM í Katar yfir sumarmánuðina. 28. janúar 2014 13:00 Sepp Blatter: Mistök að láta Katar fá HM 2022 Sepp Blatter, forseti FIFA, hefur nú viðurkennt opinberlega að það hafi verið mistök hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu að láta Katar fá HM í fótbolta árið 2022. 16. maí 2014 09:30 Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Hefði viljað þriðja markið“ Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Sjá meira
Ekki útilokað að Katar missi HM 2022 Breskir fjölmiðlar greindu frá því í morgun að Mohammed bin Hammam hafi gerst sekur um mútur til að tryggja að heimsmeistarakeppnin í Katar verði haldin í Katar. Því gæti Katar misst HM. 1. júní 2014 16:00
Dauðsföll í Katar koma FIFA ekki við Fjöldi mætti til þess að mótmæla á fótboltaráðstefnu í Hong Kong í gær þar sem Sepp Blatter, forseti FIFA, var staddur. 24. apríl 2014 23:30
Blatter vill að HM 2022 verði spilað í jólamánuðinum Sett Blatter, forseti FIFA, er undir stöðugri pressu að komast að niðurstöðu um hvenær HM í fótbolta í Katar fari fram eftir níu ár en allir eru sammála því að það er ekki hægt að halda mótið í hitasvækjunni sem er í Katar yfir sumartímann. 9. nóvember 2013 22:45
HM 2022 fer fram að vetri til Jerome Valcke, aðalritari Alþjóðaknattspyrnusambandsins, staðfesti í dag að heimsmeistarakeppnin í Katar árið 2022 muni ekki fara fram á hefðbundnum árstíma. 8. janúar 2014 11:34
FIFA: Engin ákvörðun tekin enn um HM 2022 Þrátt fyrir yfirlýsingar eins hæst setta embættismanns Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, hefur engin ákvörðun verið tekin um hvort að HM 2022 í Katar fari fram að vetri til. 8. janúar 2014 13:54
Platini: Ánægður með að hafa greitt Katar mitt atkvæði Michel Platini, forseti UEFA, segir að það hafi verið rétt ákvörðun að kjósa Rússland og Katar til að halda HM í Katar 2018 og 2022. 8. september 2014 21:45
Blatter: Ómögulegt að spila í 45 gráðu hita Sepp Blatter, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, viðurkennir í samtali við France Football að ómögulegt sé að halda HM í Katar yfir sumarmánuðina. 28. janúar 2014 13:00
Sepp Blatter: Mistök að láta Katar fá HM 2022 Sepp Blatter, forseti FIFA, hefur nú viðurkennt opinberlega að það hafi verið mistök hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu að láta Katar fá HM í fótbolta árið 2022. 16. maí 2014 09:30