Lífið

"Maður þarf að vera í straujaðri skyrtu og vel gelaður“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Þorvaldur og Hrafntinna.
Þorvaldur og Hrafntinna. vísir/getty
„Ég bjóst ekki við því að þetta yrði svona stórt,“ segir leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson í viðtali við Ívar Guðmundsson á Bylgjunni um frumsýningu myndarinnar Dracula Untold í London fyrir stuttu. Þorvaldur leikur eitt af hlutverkunum í stórmyndinni. 

Þorvaldur gekk rauða dregilinn á Leicester Square ásamt sinni heittelskuðu, Hrafntinnu Karlsdóttur og var upplifunin ógleymanleg.

„Þetta var einhver hundrað metra langur rauður dregill og hátt í fimmtíu ljósmyndarar að ýta á flasstakkann á milljón,“ segir Þorvaldur í hljóðbroti sem má hlusta á efst í fréttinni.

„Það var mikið af fólki í kringum dregilinn og þetta var rosa skemmtileg upplifun,“ bætir hann við. Aðspurður hvort maður þurfi ekki að vera vel til hafður við svona tilefni segir Þorvaldur það vera raunina.

„Maður þarf að vera í straujaðri skyrtu og vel gelaður.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×