Leita að Íslendingum sem spila á japanska flautu Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 9. október 2014 13:47 Strákarnir í Major Pink. „Við erum að reyna að gera eitthvað nýtt. Við vildum bæta einhverju við tónlistina til að gera þetta áhugavert,“ segir Gunnar Ingi. Hann skipar hljómsveitina Major Pink ásamt Daníeli Guðnasyni en Major Pink er meira en bara nafn á hljómsveit. „Major Pink er sögupersóna, gamall hermaður sem fer út í tónlist til að betrumbæta tónlistarheiminn. Á þeim tíma sem hann lifir er heimurinn að fara til fjandans eftir kjarnorkustríð og tónlist er eina sem eftir er,“ segir Daníel. Þeir Gunnar Ingi eru búnir að vera vinir síðan þeir voru átta ára en eru 21 árs í dag. „Við stofnuðum hljómsveit í 9. bekk í grunnskóla sem hét Major Pink Disaster sem þróaðist út í þessa hljómsveit. Við erum búnir að vera að semja lögin sjálfir síðan árið 2012 og erum alltaf með bassa- og gítarleikara með okkur þegar við spilum á tónleikum.“ Sveitin gaf nýverið frá sér lagið It‘s Gonne Be Alright, til að fylgja eftir laginu Hope sem var afar vinsælt í sumar. Ef hlustað er vel á nýja lagið eftir flautuhljóðum í laginu má heyra spilað á japönsku flautuna okarinu sem margir þekkja úr tölvuleiknum Zelda. Af hverju ákváðu drengirnir að nota okarinu í laginu? „Zelda er uppáhaldstölvuleikurinn okkar og við spiluðum hann alla okkar æsku. Í þeim tölvuleik er þetta hljóðfæri í forgrunni og við tengdum mikið við þetta. Við keyptum okkur okarinu á eBay og erum að læra á þetta hljóðfæri sjálfir,“ segir Gunnar Ingi en þeir Daníel leita nú að okarinuleikurum. „Við höfum ekki hugmynd um hvort það eru einhverjir okarinuleikarar á landinu. Okkur langar að setja saman okarinusveit á tónleikum hjá okkur. Við viljum fá eins marga okarinuleikara og við getum,“ bætir Gunnar Ingi við en áhugasamir okarinuleikarar geta haft samband við tónlistarmennina í gegnum Facebook eða á tölvupóstfangið majorpinkband@gmail.com. Tónlist Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Við erum að reyna að gera eitthvað nýtt. Við vildum bæta einhverju við tónlistina til að gera þetta áhugavert,“ segir Gunnar Ingi. Hann skipar hljómsveitina Major Pink ásamt Daníeli Guðnasyni en Major Pink er meira en bara nafn á hljómsveit. „Major Pink er sögupersóna, gamall hermaður sem fer út í tónlist til að betrumbæta tónlistarheiminn. Á þeim tíma sem hann lifir er heimurinn að fara til fjandans eftir kjarnorkustríð og tónlist er eina sem eftir er,“ segir Daníel. Þeir Gunnar Ingi eru búnir að vera vinir síðan þeir voru átta ára en eru 21 árs í dag. „Við stofnuðum hljómsveit í 9. bekk í grunnskóla sem hét Major Pink Disaster sem þróaðist út í þessa hljómsveit. Við erum búnir að vera að semja lögin sjálfir síðan árið 2012 og erum alltaf með bassa- og gítarleikara með okkur þegar við spilum á tónleikum.“ Sveitin gaf nýverið frá sér lagið It‘s Gonne Be Alright, til að fylgja eftir laginu Hope sem var afar vinsælt í sumar. Ef hlustað er vel á nýja lagið eftir flautuhljóðum í laginu má heyra spilað á japönsku flautuna okarinu sem margir þekkja úr tölvuleiknum Zelda. Af hverju ákváðu drengirnir að nota okarinu í laginu? „Zelda er uppáhaldstölvuleikurinn okkar og við spiluðum hann alla okkar æsku. Í þeim tölvuleik er þetta hljóðfæri í forgrunni og við tengdum mikið við þetta. Við keyptum okkur okarinu á eBay og erum að læra á þetta hljóðfæri sjálfir,“ segir Gunnar Ingi en þeir Daníel leita nú að okarinuleikurum. „Við höfum ekki hugmynd um hvort það eru einhverjir okarinuleikarar á landinu. Okkur langar að setja saman okarinusveit á tónleikum hjá okkur. Við viljum fá eins marga okarinuleikara og við getum,“ bætir Gunnar Ingi við en áhugasamir okarinuleikarar geta haft samband við tónlistarmennina í gegnum Facebook eða á tölvupóstfangið majorpinkband@gmail.com.
Tónlist Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira