Ágúst Guðmundsson: Á ekki annan kost en að lögsækja Bjarki Ármannsson skrifar 22. september 2014 09:32 Ágúst Guðmundsson leikstjóri er ósáttur með að mynd sinni sé dreift ókeypis á netinu. Vísir/Anton Ágúst Guðmundsson leikstjóri segir frá reynslu sinni af myndbandsdreifingarrisanum Youtube í grein sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi í dag. Ágúst segist hafa haft samband við fyrirtækið eftir að hann uppgötvaði að kvikmynd hans, Ófeigur gengur aftur, hafði verið gerð aðgengileg í heild sinni á vefsíðunni. „Þessu var vel tekið,“ skrifar Ágúst, „og 2. júlí fékk ég tilkynningu um að myndin hefði verið fjarlægð af vefnum.“ Stuttu síðar hafi honum þó borist annað bréf frá Youtube vegna þess að sá sem hlóð myndinni inn á síðuna hafði á móti kvartað til fyrirtækisins og ekki skilið hvers vegna henni hafi verið kippt út. Ágúst segir að í bréfinu hafi forsvarsmenn Youtube ráðlagt honum að fara einfaldlega í mál við þann sem hlóð Ófeigi inn á síðuna. „Ég á því ekki annarra kosta völ en að lögsækja einhvern ungan mann í Njarðvíkunum, sem ég þekki ekkert til,“ skrifar Ágúst. „Enn síður veit ég hvað veldur þessum mikla áhuga hans á að sýna á opinberum vettvangi kvikmynd sem hann á ekkert í. Ég veit bara að hann varði ekki tveimur árum ævi sinnar í að gera þessa kvikmynd, hann veðsetti ekki húsið sitt fyrir tíu milljónir hennar vegna og hann tók hvorki við lofi né lasti þegar myndin náði loksins upp á silfurtjaldið.“ Leikstjórinn þekkti kveðst ósáttur við það að mynd sinni, og öðrum listaverkum, sé dreift ókeypis á vefsíðum og vill að stjórnvöld eða listamennirnir sjálfir geri eitthvað í málinu. „Samtök listamanna þurfa að stíga fram til að verja réttindi síns fólks á þessu sviði. Veitufyrirtækin geta með einföldum hætti komið í veg fyrir þessar gripdeildir. Það má hins vegar ekki heyra á það minnst að sú kvöð sé lögð þeim á herðar. Í staðinn koma athugasemdir um tjáningarfrelsi eða netfrelsi eða alls konar frelsi. Í mínum eyrum hljómar það eins og ákall um frelsi til að taka frá mér það sem ég á.“ Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Sjá meira
Ágúst Guðmundsson leikstjóri segir frá reynslu sinni af myndbandsdreifingarrisanum Youtube í grein sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi í dag. Ágúst segist hafa haft samband við fyrirtækið eftir að hann uppgötvaði að kvikmynd hans, Ófeigur gengur aftur, hafði verið gerð aðgengileg í heild sinni á vefsíðunni. „Þessu var vel tekið,“ skrifar Ágúst, „og 2. júlí fékk ég tilkynningu um að myndin hefði verið fjarlægð af vefnum.“ Stuttu síðar hafi honum þó borist annað bréf frá Youtube vegna þess að sá sem hlóð myndinni inn á síðuna hafði á móti kvartað til fyrirtækisins og ekki skilið hvers vegna henni hafi verið kippt út. Ágúst segir að í bréfinu hafi forsvarsmenn Youtube ráðlagt honum að fara einfaldlega í mál við þann sem hlóð Ófeigi inn á síðuna. „Ég á því ekki annarra kosta völ en að lögsækja einhvern ungan mann í Njarðvíkunum, sem ég þekki ekkert til,“ skrifar Ágúst. „Enn síður veit ég hvað veldur þessum mikla áhuga hans á að sýna á opinberum vettvangi kvikmynd sem hann á ekkert í. Ég veit bara að hann varði ekki tveimur árum ævi sinnar í að gera þessa kvikmynd, hann veðsetti ekki húsið sitt fyrir tíu milljónir hennar vegna og hann tók hvorki við lofi né lasti þegar myndin náði loksins upp á silfurtjaldið.“ Leikstjórinn þekkti kveðst ósáttur við það að mynd sinni, og öðrum listaverkum, sé dreift ókeypis á vefsíðum og vill að stjórnvöld eða listamennirnir sjálfir geri eitthvað í málinu. „Samtök listamanna þurfa að stíga fram til að verja réttindi síns fólks á þessu sviði. Veitufyrirtækin geta með einföldum hætti komið í veg fyrir þessar gripdeildir. Það má hins vegar ekki heyra á það minnst að sú kvöð sé lögð þeim á herðar. Í staðinn koma athugasemdir um tjáningarfrelsi eða netfrelsi eða alls konar frelsi. Í mínum eyrum hljómar það eins og ákall um frelsi til að taka frá mér það sem ég á.“
Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Sjá meira