Frelsi til að taka eigur annarra Ágúst Guðmundsson skrifar 22. september 2014 07:00 Ég brást skjótt við þegar ég varð þess var á öndverðum sólmánuði, að kvikmynd mín, Ófeigur gengur aftur, væri komin á YouTube. Ég sendi fyrirtækinu kvörtun í tölvupósti, sagði skýrt og skorinort að réttur eigandi myndarinnar væri mótfallinn þessari birtingu. Þessu var vel tekið, og 2. júlí fékk ég tilkynningu um að myndin hefði verið fjarlægð af vefnum. Ekki hafði ég hugsað mér að gera meira í málinu, þar til ég fékk, í ágúst að áliðnum slætti, annað bréf frá YouTube. Þar sagði að sá sem upphaflega hefði sett myndina á vefinn skildi bara ekki af hverju hún væri þar ekki áfram, hún hlyti að hafa verið tekin þaðan fyrir einhvern misskilning. Í næstu málsgrein var mér uppálagt að fara í mál við manninn, væntanlega til að fá úr því skorið hvor okkar ætti réttinn á myndinni! Ég á því ekki annarra kosta völ en að lögsækja einhvern ungan mann í Njarðvíkunum, sem ég þekki ekkert til. Enn síður veit ég hvað veldur þessum mikla áhuga hans á að sýna á opinberum vettvangi kvikmynd sem hann á ekkert í. Ég veit bara að hann varði ekki tveimur árum ævi sinnar í að gera þessa kvikmynd, hann veðsetti ekki húsið sitt fyrir tíu milljónir hennar vegna og hann tók hvorki við lofi né lasti þegar myndin náði loksins upp á silfurtjaldið. Svona stendur þetta með YouTube. Í onálag hefur myndin verið sett á ólöglegar vefsíður þar sem henni hefur verið dreift af mikilli rausn ókeypis. Það byrjaði strax vikuna eftir að hún kom út á geisladiskum (DVD). Á sama tíma var hægt að leigja myndina hjá bæði Skjánum og Vodafone fyrir nokkra hundraðkalla, en samt sáu nokkur þúsund manns sér hag í að hlaða henni niður ólöglega. Nú eru við völd stjórnmálaöfl sem almennt gera eignarréttinum hátt undir höfði. Á því er þessi eina undantekning: það má stela kvikmyndum og tónlist. Er nú ekki kominn tími til að gera eitthvað í þessu? Öll viljum við frelsi til sem flestra hluta, en hingað til höfum við ekki samþykkt frelsi til lögbrota. Fjölmargir listamenn hafa kvartað undan stuldi á höfundarverkum sínum, og má þar nefna Ladda og Baltasar Kormák, að ónefndum fjölda tónlistarmanna. Samtök listamanna þurfa að stíga fram til að verja réttindi síns fólks á þessu sviði. Veitufyrirtækin geta með einföldum hætti komið í veg fyrir þessar gripdeildir. Það má hins vegar ekki heyra á það minnst að sú kvöð sé lögð þeim á herðar. Í staðinn koma athugasemdir um tjáningarfrelsi eða netfrelsi eða alls konar frelsi. Í mínum eyrum hljómar það eins og ákall um frelsi til að taka frá mér það sem ég á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Sjá meira
Ég brást skjótt við þegar ég varð þess var á öndverðum sólmánuði, að kvikmynd mín, Ófeigur gengur aftur, væri komin á YouTube. Ég sendi fyrirtækinu kvörtun í tölvupósti, sagði skýrt og skorinort að réttur eigandi myndarinnar væri mótfallinn þessari birtingu. Þessu var vel tekið, og 2. júlí fékk ég tilkynningu um að myndin hefði verið fjarlægð af vefnum. Ekki hafði ég hugsað mér að gera meira í málinu, þar til ég fékk, í ágúst að áliðnum slætti, annað bréf frá YouTube. Þar sagði að sá sem upphaflega hefði sett myndina á vefinn skildi bara ekki af hverju hún væri þar ekki áfram, hún hlyti að hafa verið tekin þaðan fyrir einhvern misskilning. Í næstu málsgrein var mér uppálagt að fara í mál við manninn, væntanlega til að fá úr því skorið hvor okkar ætti réttinn á myndinni! Ég á því ekki annarra kosta völ en að lögsækja einhvern ungan mann í Njarðvíkunum, sem ég þekki ekkert til. Enn síður veit ég hvað veldur þessum mikla áhuga hans á að sýna á opinberum vettvangi kvikmynd sem hann á ekkert í. Ég veit bara að hann varði ekki tveimur árum ævi sinnar í að gera þessa kvikmynd, hann veðsetti ekki húsið sitt fyrir tíu milljónir hennar vegna og hann tók hvorki við lofi né lasti þegar myndin náði loksins upp á silfurtjaldið. Svona stendur þetta með YouTube. Í onálag hefur myndin verið sett á ólöglegar vefsíður þar sem henni hefur verið dreift af mikilli rausn ókeypis. Það byrjaði strax vikuna eftir að hún kom út á geisladiskum (DVD). Á sama tíma var hægt að leigja myndina hjá bæði Skjánum og Vodafone fyrir nokkra hundraðkalla, en samt sáu nokkur þúsund manns sér hag í að hlaða henni niður ólöglega. Nú eru við völd stjórnmálaöfl sem almennt gera eignarréttinum hátt undir höfði. Á því er þessi eina undantekning: það má stela kvikmyndum og tónlist. Er nú ekki kominn tími til að gera eitthvað í þessu? Öll viljum við frelsi til sem flestra hluta, en hingað til höfum við ekki samþykkt frelsi til lögbrota. Fjölmargir listamenn hafa kvartað undan stuldi á höfundarverkum sínum, og má þar nefna Ladda og Baltasar Kormák, að ónefndum fjölda tónlistarmanna. Samtök listamanna þurfa að stíga fram til að verja réttindi síns fólks á þessu sviði. Veitufyrirtækin geta með einföldum hætti komið í veg fyrir þessar gripdeildir. Það má hins vegar ekki heyra á það minnst að sú kvöð sé lögð þeim á herðar. Í staðinn koma athugasemdir um tjáningarfrelsi eða netfrelsi eða alls konar frelsi. Í mínum eyrum hljómar það eins og ákall um frelsi til að taka frá mér það sem ég á.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun