Vonarstræti framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. september 2014 10:20 Vonarstræti mun keppa fyrir Íslands hönd um Óskarsverðlaunin fyrir bestu kvikmynd á erlendu tungumáli. Meðlimir Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar hafa valið kvikmyndina Vonarstræti sem framlag Íslands til Óskarsverðlauna á næsta ári. Vonarstræti mun því keppa fyrir Íslands hönd um Óskarsverðlaunin fyrir bestu kvikmynd á erlendu tungumáli. Vonarstræti hlaut meirihluta atkvæða akademíumeðlima en kosningu lauk á miðnætti í gær. Kosningin fór fram rafrænt og kosið var á milli þeirra fjögurra íslensku kvikmynda sem uppfylltu það skilyrði Bandarísku kvikmyndaakademíunnar að hafa verið frumsýndar á tímabilinu 1. október 2013 til 30. september 2014. Auk Vonastrætis voru það myndirnar Harry & Heimir: Morð eru til alls fyrst, Málmhaus og París norðursins sem komu til álita.Vonarstræti fjallar um óvægna fortíðardrauga, þöggun, sársauka og syndaaflausn. Áhorfendur fá að fylgjast með þremur ólíkum persónum fóta sig í íslensku samfélagi á árunum rétt fyrir hrun og hvernig örlög þeirra fléttast saman á áhrifaríkan hátt. Handritið skrifuðu þeir Birgir Örn Steinarsson og Baldvin Z, sem leikstýrir einnig myndinni. Framleiðendur eru þeir Júlíusi Kemp og Ingvari Þórðarsyni hjá Kvikmyndafélagi Íslands. Tvær íslenskar kvikmyndir hafa hlotið tilnefningu til Óskarsverðlauna. Börn náttúrunnar eftir Friðrik Þór Friðriksson var tilnefnd árið 1992 í flokknum besta erlenda kvikmyndin og árið 2006 var Síðasti bærinn eftir Rúnar Rúnarsson tilnefnd í flokknum besta leikna stuttmyndin. Bíó og sjónvarp Óskarinn Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Meðlimir Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar hafa valið kvikmyndina Vonarstræti sem framlag Íslands til Óskarsverðlauna á næsta ári. Vonarstræti mun því keppa fyrir Íslands hönd um Óskarsverðlaunin fyrir bestu kvikmynd á erlendu tungumáli. Vonarstræti hlaut meirihluta atkvæða akademíumeðlima en kosningu lauk á miðnætti í gær. Kosningin fór fram rafrænt og kosið var á milli þeirra fjögurra íslensku kvikmynda sem uppfylltu það skilyrði Bandarísku kvikmyndaakademíunnar að hafa verið frumsýndar á tímabilinu 1. október 2013 til 30. september 2014. Auk Vonastrætis voru það myndirnar Harry & Heimir: Morð eru til alls fyrst, Málmhaus og París norðursins sem komu til álita.Vonarstræti fjallar um óvægna fortíðardrauga, þöggun, sársauka og syndaaflausn. Áhorfendur fá að fylgjast með þremur ólíkum persónum fóta sig í íslensku samfélagi á árunum rétt fyrir hrun og hvernig örlög þeirra fléttast saman á áhrifaríkan hátt. Handritið skrifuðu þeir Birgir Örn Steinarsson og Baldvin Z, sem leikstýrir einnig myndinni. Framleiðendur eru þeir Júlíusi Kemp og Ingvari Þórðarsyni hjá Kvikmyndafélagi Íslands. Tvær íslenskar kvikmyndir hafa hlotið tilnefningu til Óskarsverðlauna. Börn náttúrunnar eftir Friðrik Þór Friðriksson var tilnefnd árið 1992 í flokknum besta erlenda kvikmyndin og árið 2006 var Síðasti bærinn eftir Rúnar Rúnarsson tilnefnd í flokknum besta leikna stuttmyndin.
Bíó og sjónvarp Óskarinn Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira