Innlent

Gosvirkni enn í fullum gangi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Vísir/Auðunn
Skjálftavirkni í Bárðarbungu er svipuð og síðustu daga. Tíu skjálftar mældust við Bárðarbungu frá miðnætti og um tíu í ganginum, undir norðanverðum Dyngjujökli. Stærsti skjálftinn var 4 að stærð við norðanverða Bárðarbungu. Gosvirkni er enn í fullum gangi.

Mengun frá eldgosinu í Holuhrauni mun berast til austurs í dag og suðausturs í kvöld, eða yfir svæðið frá Fáskrúðsfirði til Hafnar í Hornafirði og eitthvað vestur með ströndinni.

Ekkert lát er á  hraunrennslinu og hefur Volcano Discovery vefsíðan reiknað út að rennslið fylli tening, sem er 300 metar á hvern kant, á hverjum sólarhring. Ef slíku hraunmagni yrði hlaðið ofan á fótboltavöll yrði staflinn tveggja til þriggja kílómetra hár á einum sólarhring.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×