Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - KR 0-4 | Lauflétt Lautarferð hjá KR Kristinn Ásgeir Gylfason á Fylkisvelli skrifar 14. september 2014 00:01 Baldur Sigurðsson er fyrirliði bikarmeistara KR. Vísir/Stefán KR-ingar unnu stórsigur á Fylki í Árbænum með fjórum mörkum gegn engu. Staðan var 0-3 í hálfleik. Atli Sigurjónsson, Aron Bjarki Jósepsson, Emil Atlason og Gary Martin (vítaspyrna) skoruðu mörk KR sem situr enn í þriðja sæti með 35 stig. Fylkismenn eru hins vegar í 6. sæti með 22 stig, en þetta var fyrsta tap liðsins í deildinni í langan tíma. Oddur Ingi Guðmundsson, leikmaður Fylkis, fékk að líta rauða spjaldið í seinni hálfleik. KR hóf leikinn af krafti og sótti undan vindi, á meðan Fylkismenn gerðu sitt allra besta til að reyna að verjast. Fyrstu tíu mínútur leiksins var KR sterkari aðilinn. Frá tíundu mínútu fram að fyrsta markinu voru Fylkismenn þó meira með boltann. Guðmundur Reynir Gunnarsson bjargaði á línu á tólftu mínútu. Heimamenn virtust líklegri þangað til KR skoraði á sextándu mínútu. Þegar Atli Sigurjónsson kláraði færi sem hann fékk í kjölfar aukaspyrnu frá Gary Martin. Umdeild vítaspyrna var dæmd á 37. mínútu þegar Baldur Sigurðsson féll í vítateig Fylkis. Aron Bjarki Jósepsson tók víti og skoraði af nokkru öryggi, sendi Bjarna Þórð Halldórsson í vitlaust horn og þeir röndóttu búnir að skora tvö mörk. Heimamenn héldu þó áfram að berjast. Ekki dugðu tvö mörk til að beygja þá alveg í sandinn. Þriðja markið virtist samt gera útslagið. Emil Atlason var stutt frá markinu og kláraði færið vel. Það hefur væntanlega verið vonlítil hálfleiksræða hjá Ásmundi Arnarssyni þjálfara Fylkis. Fjórða markið kom svo úr víti á 73. mínútu. Þá braut Oddur Ingi Guðmundsson á Emil Atlasyni og hlaut að launum rautt spjald frá Örvari Snæ Gíslasyni dómara leiksins. Á heildina litið var sigur KR-inga stærri en getumunurinn en þó einna helst vegna vafasamrar vítaspyrnu í fyrri hálfleik.Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis: Ódýr vítaspyrnudómur varð vendipunktur„Ég er mjög svekktur með þessa niðurstöðu, alltof stórt tap á heimavelli. Við ætluðum að fá allt út úr honum. Við fáum á okkur klaufalegt mark það vantaði að setja pressu á manninn með boltann. Ódýr vítaspyrnudómur varð vendipunktur. Við skildum í kjölfarið eftir opin svæði sem KR-ingar sóttu í og náðu þannig að skapa mörk þrjú og fjögur,“ sagði Ásmundur. Aðspurður um dómgæsluna sagði Ásmundur að sér þætti dómarinn hafa borið virðingu fyrir röndótta liðiðnu. „Hann var fljótur að flauta framan af leik, við eigum eftir að sjá hvort fyrri vítaspyrnudómurinn var réttur hjá honum,“ sagði Ásmundur að lokum.Rúnar Kristinsson, þjálfari KR: Bæði nokkuð augljós víti fyrir mér„Góður sigur í góðum leik hjá mínu liði. Mótið er ekki búið ennþá, við eigum fjóra leiki eftir og ætlum að ná í eins mörg stig og við getum. Við getum enn færst ofar í töflunni, þó það verði erfitt,“ sagði Rúnar eftir leikinn. Aðspurður um vítin í leiknum sagði Rúnar „Þau eru bæði nokkuð augljós víti fyrir mér. Við verðum að sjá það betur í sjónvarpinu. Hugsanlega náði hann einhverri snertingu í boltann í fyrra vítinu en það er ekki hægt að fara fyrst í manninn og svo boltann og ætlast til að ekkert sé dæmt. Dómgæslan í heild sinni var frábær, ég hef ekkert út á hana að setja.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Fleiri fréttir Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Sjá meira
KR-ingar unnu stórsigur á Fylki í Árbænum með fjórum mörkum gegn engu. Staðan var 0-3 í hálfleik. Atli Sigurjónsson, Aron Bjarki Jósepsson, Emil Atlason og Gary Martin (vítaspyrna) skoruðu mörk KR sem situr enn í þriðja sæti með 35 stig. Fylkismenn eru hins vegar í 6. sæti með 22 stig, en þetta var fyrsta tap liðsins í deildinni í langan tíma. Oddur Ingi Guðmundsson, leikmaður Fylkis, fékk að líta rauða spjaldið í seinni hálfleik. KR hóf leikinn af krafti og sótti undan vindi, á meðan Fylkismenn gerðu sitt allra besta til að reyna að verjast. Fyrstu tíu mínútur leiksins var KR sterkari aðilinn. Frá tíundu mínútu fram að fyrsta markinu voru Fylkismenn þó meira með boltann. Guðmundur Reynir Gunnarsson bjargaði á línu á tólftu mínútu. Heimamenn virtust líklegri þangað til KR skoraði á sextándu mínútu. Þegar Atli Sigurjónsson kláraði færi sem hann fékk í kjölfar aukaspyrnu frá Gary Martin. Umdeild vítaspyrna var dæmd á 37. mínútu þegar Baldur Sigurðsson féll í vítateig Fylkis. Aron Bjarki Jósepsson tók víti og skoraði af nokkru öryggi, sendi Bjarna Þórð Halldórsson í vitlaust horn og þeir röndóttu búnir að skora tvö mörk. Heimamenn héldu þó áfram að berjast. Ekki dugðu tvö mörk til að beygja þá alveg í sandinn. Þriðja markið virtist samt gera útslagið. Emil Atlason var stutt frá markinu og kláraði færið vel. Það hefur væntanlega verið vonlítil hálfleiksræða hjá Ásmundi Arnarssyni þjálfara Fylkis. Fjórða markið kom svo úr víti á 73. mínútu. Þá braut Oddur Ingi Guðmundsson á Emil Atlasyni og hlaut að launum rautt spjald frá Örvari Snæ Gíslasyni dómara leiksins. Á heildina litið var sigur KR-inga stærri en getumunurinn en þó einna helst vegna vafasamrar vítaspyrnu í fyrri hálfleik.Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis: Ódýr vítaspyrnudómur varð vendipunktur„Ég er mjög svekktur með þessa niðurstöðu, alltof stórt tap á heimavelli. Við ætluðum að fá allt út úr honum. Við fáum á okkur klaufalegt mark það vantaði að setja pressu á manninn með boltann. Ódýr vítaspyrnudómur varð vendipunktur. Við skildum í kjölfarið eftir opin svæði sem KR-ingar sóttu í og náðu þannig að skapa mörk þrjú og fjögur,“ sagði Ásmundur. Aðspurður um dómgæsluna sagði Ásmundur að sér þætti dómarinn hafa borið virðingu fyrir röndótta liðiðnu. „Hann var fljótur að flauta framan af leik, við eigum eftir að sjá hvort fyrri vítaspyrnudómurinn var réttur hjá honum,“ sagði Ásmundur að lokum.Rúnar Kristinsson, þjálfari KR: Bæði nokkuð augljós víti fyrir mér„Góður sigur í góðum leik hjá mínu liði. Mótið er ekki búið ennþá, við eigum fjóra leiki eftir og ætlum að ná í eins mörg stig og við getum. Við getum enn færst ofar í töflunni, þó það verði erfitt,“ sagði Rúnar eftir leikinn. Aðspurður um vítin í leiknum sagði Rúnar „Þau eru bæði nokkuð augljós víti fyrir mér. Við verðum að sjá það betur í sjónvarpinu. Hugsanlega náði hann einhverri snertingu í boltann í fyrra vítinu en það er ekki hægt að fara fyrst í manninn og svo boltann og ætlast til að ekkert sé dæmt. Dómgæslan í heild sinni var frábær, ég hef ekkert út á hana að setja.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Fleiri fréttir Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Sjá meira