Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - KR 0-4 | Lauflétt Lautarferð hjá KR Kristinn Ásgeir Gylfason á Fylkisvelli skrifar 14. september 2014 00:01 Baldur Sigurðsson er fyrirliði bikarmeistara KR. Vísir/Stefán KR-ingar unnu stórsigur á Fylki í Árbænum með fjórum mörkum gegn engu. Staðan var 0-3 í hálfleik. Atli Sigurjónsson, Aron Bjarki Jósepsson, Emil Atlason og Gary Martin (vítaspyrna) skoruðu mörk KR sem situr enn í þriðja sæti með 35 stig. Fylkismenn eru hins vegar í 6. sæti með 22 stig, en þetta var fyrsta tap liðsins í deildinni í langan tíma. Oddur Ingi Guðmundsson, leikmaður Fylkis, fékk að líta rauða spjaldið í seinni hálfleik. KR hóf leikinn af krafti og sótti undan vindi, á meðan Fylkismenn gerðu sitt allra besta til að reyna að verjast. Fyrstu tíu mínútur leiksins var KR sterkari aðilinn. Frá tíundu mínútu fram að fyrsta markinu voru Fylkismenn þó meira með boltann. Guðmundur Reynir Gunnarsson bjargaði á línu á tólftu mínútu. Heimamenn virtust líklegri þangað til KR skoraði á sextándu mínútu. Þegar Atli Sigurjónsson kláraði færi sem hann fékk í kjölfar aukaspyrnu frá Gary Martin. Umdeild vítaspyrna var dæmd á 37. mínútu þegar Baldur Sigurðsson féll í vítateig Fylkis. Aron Bjarki Jósepsson tók víti og skoraði af nokkru öryggi, sendi Bjarna Þórð Halldórsson í vitlaust horn og þeir röndóttu búnir að skora tvö mörk. Heimamenn héldu þó áfram að berjast. Ekki dugðu tvö mörk til að beygja þá alveg í sandinn. Þriðja markið virtist samt gera útslagið. Emil Atlason var stutt frá markinu og kláraði færið vel. Það hefur væntanlega verið vonlítil hálfleiksræða hjá Ásmundi Arnarssyni þjálfara Fylkis. Fjórða markið kom svo úr víti á 73. mínútu. Þá braut Oddur Ingi Guðmundsson á Emil Atlasyni og hlaut að launum rautt spjald frá Örvari Snæ Gíslasyni dómara leiksins. Á heildina litið var sigur KR-inga stærri en getumunurinn en þó einna helst vegna vafasamrar vítaspyrnu í fyrri hálfleik.Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis: Ódýr vítaspyrnudómur varð vendipunktur„Ég er mjög svekktur með þessa niðurstöðu, alltof stórt tap á heimavelli. Við ætluðum að fá allt út úr honum. Við fáum á okkur klaufalegt mark það vantaði að setja pressu á manninn með boltann. Ódýr vítaspyrnudómur varð vendipunktur. Við skildum í kjölfarið eftir opin svæði sem KR-ingar sóttu í og náðu þannig að skapa mörk þrjú og fjögur,“ sagði Ásmundur. Aðspurður um dómgæsluna sagði Ásmundur að sér þætti dómarinn hafa borið virðingu fyrir röndótta liðiðnu. „Hann var fljótur að flauta framan af leik, við eigum eftir að sjá hvort fyrri vítaspyrnudómurinn var réttur hjá honum,“ sagði Ásmundur að lokum.Rúnar Kristinsson, þjálfari KR: Bæði nokkuð augljós víti fyrir mér„Góður sigur í góðum leik hjá mínu liði. Mótið er ekki búið ennþá, við eigum fjóra leiki eftir og ætlum að ná í eins mörg stig og við getum. Við getum enn færst ofar í töflunni, þó það verði erfitt,“ sagði Rúnar eftir leikinn. Aðspurður um vítin í leiknum sagði Rúnar „Þau eru bæði nokkuð augljós víti fyrir mér. Við verðum að sjá það betur í sjónvarpinu. Hugsanlega náði hann einhverri snertingu í boltann í fyrra vítinu en það er ekki hægt að fara fyrst í manninn og svo boltann og ætlast til að ekkert sé dæmt. Dómgæslan í heild sinni var frábær, ég hef ekkert út á hana að setja.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira
KR-ingar unnu stórsigur á Fylki í Árbænum með fjórum mörkum gegn engu. Staðan var 0-3 í hálfleik. Atli Sigurjónsson, Aron Bjarki Jósepsson, Emil Atlason og Gary Martin (vítaspyrna) skoruðu mörk KR sem situr enn í þriðja sæti með 35 stig. Fylkismenn eru hins vegar í 6. sæti með 22 stig, en þetta var fyrsta tap liðsins í deildinni í langan tíma. Oddur Ingi Guðmundsson, leikmaður Fylkis, fékk að líta rauða spjaldið í seinni hálfleik. KR hóf leikinn af krafti og sótti undan vindi, á meðan Fylkismenn gerðu sitt allra besta til að reyna að verjast. Fyrstu tíu mínútur leiksins var KR sterkari aðilinn. Frá tíundu mínútu fram að fyrsta markinu voru Fylkismenn þó meira með boltann. Guðmundur Reynir Gunnarsson bjargaði á línu á tólftu mínútu. Heimamenn virtust líklegri þangað til KR skoraði á sextándu mínútu. Þegar Atli Sigurjónsson kláraði færi sem hann fékk í kjölfar aukaspyrnu frá Gary Martin. Umdeild vítaspyrna var dæmd á 37. mínútu þegar Baldur Sigurðsson féll í vítateig Fylkis. Aron Bjarki Jósepsson tók víti og skoraði af nokkru öryggi, sendi Bjarna Þórð Halldórsson í vitlaust horn og þeir röndóttu búnir að skora tvö mörk. Heimamenn héldu þó áfram að berjast. Ekki dugðu tvö mörk til að beygja þá alveg í sandinn. Þriðja markið virtist samt gera útslagið. Emil Atlason var stutt frá markinu og kláraði færið vel. Það hefur væntanlega verið vonlítil hálfleiksræða hjá Ásmundi Arnarssyni þjálfara Fylkis. Fjórða markið kom svo úr víti á 73. mínútu. Þá braut Oddur Ingi Guðmundsson á Emil Atlasyni og hlaut að launum rautt spjald frá Örvari Snæ Gíslasyni dómara leiksins. Á heildina litið var sigur KR-inga stærri en getumunurinn en þó einna helst vegna vafasamrar vítaspyrnu í fyrri hálfleik.Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis: Ódýr vítaspyrnudómur varð vendipunktur„Ég er mjög svekktur með þessa niðurstöðu, alltof stórt tap á heimavelli. Við ætluðum að fá allt út úr honum. Við fáum á okkur klaufalegt mark það vantaði að setja pressu á manninn með boltann. Ódýr vítaspyrnudómur varð vendipunktur. Við skildum í kjölfarið eftir opin svæði sem KR-ingar sóttu í og náðu þannig að skapa mörk þrjú og fjögur,“ sagði Ásmundur. Aðspurður um dómgæsluna sagði Ásmundur að sér þætti dómarinn hafa borið virðingu fyrir röndótta liðiðnu. „Hann var fljótur að flauta framan af leik, við eigum eftir að sjá hvort fyrri vítaspyrnudómurinn var réttur hjá honum,“ sagði Ásmundur að lokum.Rúnar Kristinsson, þjálfari KR: Bæði nokkuð augljós víti fyrir mér„Góður sigur í góðum leik hjá mínu liði. Mótið er ekki búið ennþá, við eigum fjóra leiki eftir og ætlum að ná í eins mörg stig og við getum. Við getum enn færst ofar í töflunni, þó það verði erfitt,“ sagði Rúnar eftir leikinn. Aðspurður um vítin í leiknum sagði Rúnar „Þau eru bæði nokkuð augljós víti fyrir mér. Við verðum að sjá það betur í sjónvarpinu. Hugsanlega náði hann einhverri snertingu í boltann í fyrra vítinu en það er ekki hægt að fara fyrst í manninn og svo boltann og ætlast til að ekkert sé dæmt. Dómgæslan í heild sinni var frábær, ég hef ekkert út á hana að setja.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira