Ný plata á leiðinni frá New Order Þórður Ingi Jónsson skrifar 2. september 2014 17:30 New Order á tónleikum í New York í ár. Getty Breska nýbylgjusveitin New Order er nú komin á samning hjá hinni goðsagnakenndu plötuútgáfu Mute Records, sem gefið hefur út fjölmargar nýbylgju- og síðpönkplötur frá árinu 1978. Verður því fyrsta plata sveitarinnar í níu ár gefin út af Mute. New Order komu aftur saman fyrir þremur árum en seinasta plata þeirra kom út árið 2005. Hljómsveitin er líklega hvað þekktust fyrir lagið Blue Monday sem sló í gegn árið 1983 en það er mest selda 12 tommu plata allra tíma. Hljómsveitin var stofnuð árið 1980 af þremur fyrrverandi meðlimum síðpönksveitarinnar Joy Division. Hljómsveitin lagði upp laupana eftir að söngvari hennar, Ian Curtis framdi sjálfsmorð á því ári. „Við gætum ekki ímyndað okkur betri stað handa okkur en á Mute,“ segir hljómsveitin í fréttatilkynningu. „Á margan hátt líður okkur eins og við séum komin aftur heim þar sem við erum að snúa okkur aftur til indí-uppruna okkar.“ Hér fyrir neðan má sjá myndbandið fyrir hið sígilda lag Blue Monday. Tónlist Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Breska nýbylgjusveitin New Order er nú komin á samning hjá hinni goðsagnakenndu plötuútgáfu Mute Records, sem gefið hefur út fjölmargar nýbylgju- og síðpönkplötur frá árinu 1978. Verður því fyrsta plata sveitarinnar í níu ár gefin út af Mute. New Order komu aftur saman fyrir þremur árum en seinasta plata þeirra kom út árið 2005. Hljómsveitin er líklega hvað þekktust fyrir lagið Blue Monday sem sló í gegn árið 1983 en það er mest selda 12 tommu plata allra tíma. Hljómsveitin var stofnuð árið 1980 af þremur fyrrverandi meðlimum síðpönksveitarinnar Joy Division. Hljómsveitin lagði upp laupana eftir að söngvari hennar, Ian Curtis framdi sjálfsmorð á því ári. „Við gætum ekki ímyndað okkur betri stað handa okkur en á Mute,“ segir hljómsveitin í fréttatilkynningu. „Á margan hátt líður okkur eins og við séum komin aftur heim þar sem við erum að snúa okkur aftur til indí-uppruna okkar.“ Hér fyrir neðan má sjá myndbandið fyrir hið sígilda lag Blue Monday.
Tónlist Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira