Lífið

Tæma fataskápana og styrkja Ljósið

Systurnar Helga og Hófí þekkja starfsemi Ljóssins af eigin raun.
Systurnar Helga og Hófí þekkja starfsemi Ljóssins af eigin raun.
„Þann 6. september 2011 tók líf okkar systra nokkuð óvænta stefnu þegar mamma okkar greindist með brjóstakrabbamein. Í veikindum sínum leitaði mamma mikið til Ljóssins sem er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð þeirra sem hafa greinst með krabbamein og aðstandenda þeirra, og veitti Ljósið henni ómetanlegan stuðning," segir Hófí Björnsdóttir sem ásamt systur sinni Helgu hafa tæmt fataskápa sína og ætla að selja í Kolaportinu á morgun, en allur ágóðinn rennur til Ljóssins.

„Þetta er okkar leið til að sýna þakklæti okkar og við verðum líka með föt af mönnunum okkar. Við vonumst til að sjá sem flesta," segir Hófí en systurnar verða staðsettar í bás 6 c og standa vaktina frá 11-17.

Sambýlismenn þeirra systra eru knattspyrnukapparnir Kjartan Henry Finnbogason og Jóhann Berg Guðmundsson.

Kjartan Henry er nýfarinn til Danmerkur þar sem hann spilar fyrir liðið Horsens.Vísir/Daníel
Jóhann Berg spilar fyrir enska úrvalsdeildarliðið Charlton.Vísir/Getty





Fleiri fréttir

Sjá meira


×