Svipuð virkni í eldgosinu og í gær Hjörtur Hjartarson skrifar 7. september 2014 19:30 Skjálfti upp á 5,4 mældist í Bárðarbungu í morgun sem heldur áfram að síga. Vísindamenn telja að askjan sigi um hálfan til einn metra á dag. Hraunstraumurinn hefur náð í Jökulsá á Fjöllum en mikið þarf til að farvegur fljótsins breytist á afgerandi hátt. Virknin í eldgosinu er með svipuðum hætti og í gær. Lítil sem engin virkni er þó í sprungunni sem myndaðist á föstudaginn. Hraunstraumurinn fer fram um 100 metra á klukkustund og náði í morgun að Jökulsá á Fjöllum. „Hraunið og áin eru svona farin að kljást aðeins en þetta er ekkert dramatískt. Það kemur gufa þar sem vatn sýður en áin rennur aðallega framhjá hrauninu enn sem komið er og ég á ekki von á að það verði mjög dramatískir atburðir sem því fylgja,“segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur.Bárðarbunga hefur sigið um 15 metra og sígur um hálfan til einn metra á dag að mati Magnúsar Tuma. Hann segir að öskjusig geti numið hundruðum metra og tekið langan tíma. „Þá breytist Bárðarbunga mikið. Ísinn sígur þá niður og það verður þarna lokuð dæld. Og ef að það gýs inn í henni getur vatn lokast þar inni og þá erum við kannski komin með ný Grímsvötn. Það gæti síðan í kjölfarið valdið verulega stórum jökulhlaupum.“Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur að störfumSkjálftavirknin í Bárðarbungu hefur ekki verið óeðlilega mikil en þó mældist stór skjálfti þar í morgun upp á 5,4. Vísindamenn segja sigið og stórir skjálftar í Bárðarbungu geta þýtt að gos sé í vændum en þó sé það fjarri því að vera öruggt. „Það myndi þá vera þannig að það þegar lokið dettur niður þá eru eftir hringlaga sprungur og gæti kvika komið upp með þeim. Það er ekki víst því það er útgönguleið annarsstaðar, sem sagt út í ganginn. Það getur verið að það sé nægilegt til að taka á móti þrýstingi. Það getur verið að þakið sígi bara niður af því að það er að renna út í ganginn,“ segir Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur.Haraldur segir erfitt að spá fyrir um framhaldið eða hversu lengi komi til með að gjósa. „Þetta er stór eldstöð og það getur verið að það sér ansi stór tankur eða kvikuþró þarna undir. Og það er ekkert ósennilegt að þarna verði virkni í nokkur ár eins og var í Kröflu, þar var virkni í níu ár,“ segir Haraldur. Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Skjálfti upp á 5,4 mældist í Bárðarbungu í morgun sem heldur áfram að síga. Vísindamenn telja að askjan sigi um hálfan til einn metra á dag. Hraunstraumurinn hefur náð í Jökulsá á Fjöllum en mikið þarf til að farvegur fljótsins breytist á afgerandi hátt. Virknin í eldgosinu er með svipuðum hætti og í gær. Lítil sem engin virkni er þó í sprungunni sem myndaðist á föstudaginn. Hraunstraumurinn fer fram um 100 metra á klukkustund og náði í morgun að Jökulsá á Fjöllum. „Hraunið og áin eru svona farin að kljást aðeins en þetta er ekkert dramatískt. Það kemur gufa þar sem vatn sýður en áin rennur aðallega framhjá hrauninu enn sem komið er og ég á ekki von á að það verði mjög dramatískir atburðir sem því fylgja,“segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur.Bárðarbunga hefur sigið um 15 metra og sígur um hálfan til einn metra á dag að mati Magnúsar Tuma. Hann segir að öskjusig geti numið hundruðum metra og tekið langan tíma. „Þá breytist Bárðarbunga mikið. Ísinn sígur þá niður og það verður þarna lokuð dæld. Og ef að það gýs inn í henni getur vatn lokast þar inni og þá erum við kannski komin með ný Grímsvötn. Það gæti síðan í kjölfarið valdið verulega stórum jökulhlaupum.“Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur að störfumSkjálftavirknin í Bárðarbungu hefur ekki verið óeðlilega mikil en þó mældist stór skjálfti þar í morgun upp á 5,4. Vísindamenn segja sigið og stórir skjálftar í Bárðarbungu geta þýtt að gos sé í vændum en þó sé það fjarri því að vera öruggt. „Það myndi þá vera þannig að það þegar lokið dettur niður þá eru eftir hringlaga sprungur og gæti kvika komið upp með þeim. Það er ekki víst því það er útgönguleið annarsstaðar, sem sagt út í ganginn. Það getur verið að það sé nægilegt til að taka á móti þrýstingi. Það getur verið að þakið sígi bara niður af því að það er að renna út í ganginn,“ segir Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur.Haraldur segir erfitt að spá fyrir um framhaldið eða hversu lengi komi til með að gjósa. „Þetta er stór eldstöð og það getur verið að það sér ansi stór tankur eða kvikuþró þarna undir. Og það er ekkert ósennilegt að þarna verði virkni í nokkur ár eins og var í Kröflu, þar var virkni í níu ár,“ segir Haraldur.
Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira