Innlent

Meint kynferðisbrot á Akureyri: Varðhald framlengt yfir þeim grunaða

Bjarki Ármannsson skrifar
Lögreglan á Akureyri fer með rannsókn málsins.
Lögreglan á Akureyri fer með rannsókn málsins. Vísir/Pjetur
Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir manninum sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur átta ára drengjum á Akureyri rann út fyrir helgi og hefur varðhald verið framlengt til 19. september. Málið er enn til rannsóknar hjá lögreglunni á Akureyri, sem fór fram á að varðhaldið yrði framlengt.

Í dómi héraðsdóms Norðurlands eystra, þar sem fyrst var kveðið á um gæsluvarðhald, kemur fram að maðurinn er grunaður um að hafa gefið sig á tal við drengina tvo er þeir voru að leik við heimili sitt og lokkað þá inn í íbúð hans. Þar hafi hann brotið gegn þeim, meðal annars með því að rassskella þá.

Uppfært: Í frétt þessari var fyrst greint frá því að gæsluvarðhald hefði ekki verið framlengt yfir þeim grunaða og að honum hafi því verið sleppt. Um misskilning var að ræða og hefur fréttinni þannig verið breytt. Lesendur eru beðnir velvirðingar á mistökunum.


Tengdar fréttir

Foreldrar þekktu til brotamanns

"Svona brot gegn börnum eru samt alltaf litin alvarlegum augum,“ segir lögreglufulltrúi á Akureyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×