Stjörnur í samstarf á nýjan leik 11. ágúst 2014 21:00 Hljómsveitin Duran Duran er hér ásamt Nile Rodgers og Mark Ronson í hljóðveri í London. Mynd/Einkasafn Hljómsveitin Duran Duran birti mynd af sér ásamt Nile Rodgers og Mark Ronson á vefsíðu sinni fyrir skömmu og tilkynnti að sveitin væri að vinna að sinni fjórtándu hljóðversplötu með hjálp Rodgers og Ronsons. Rodgers úr hljómsveitinni Chic ber ábyrgð á mörgum af vinsælustu lögum seinni ára og hefur unnið með tónlistarmönnum á borð við David Bowie, Madonnu og Daft Punk svo nokkrir séu nefndir. Ronson er einnig vel þekktur innan tónlistargeirans og hefur unnið með fólki á borð við Adele, Robbie Williams og Amy Winehouse. Myndin er tekin í stúdíói sveitarinnar í London, þar sem upptökur fara fram en Rodgers og Ronson eru aðstoðarupptökumenn á plötunni og gera má ráð fyrir að Rodgers leiki einnig inn á hana. Gert er ráð fyrir að nýja platan líti dagsins ljós á næsta ári. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Rodgers aðstoðar Duran Duran, því hann aðstoðaði sveitina árið 1986 og var upptökumaður á plötunni Notorious. Þá kom hann einnig að gerð plötunnar Astronaut sem upptökustjóri. Hann á mikinn þátt í tveimur af þekktustu lögum sveitarinnar, The Reflex og Wild Boys. Ronson var hins vegar aðstoðarupptökumaður á síðustu plötu hljómsveitarinnar, All You Need Is Now, sem kom út árið 2010. Fyrr á árinu tilkynnti Duran Duran að fyrrverandi gítarleikari Red Hot Chili Peppers, John Frusciante, væri sveitinni einnig til aðstoðar á nýju plötunni. Tónlist Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hljómsveitin Duran Duran birti mynd af sér ásamt Nile Rodgers og Mark Ronson á vefsíðu sinni fyrir skömmu og tilkynnti að sveitin væri að vinna að sinni fjórtándu hljóðversplötu með hjálp Rodgers og Ronsons. Rodgers úr hljómsveitinni Chic ber ábyrgð á mörgum af vinsælustu lögum seinni ára og hefur unnið með tónlistarmönnum á borð við David Bowie, Madonnu og Daft Punk svo nokkrir séu nefndir. Ronson er einnig vel þekktur innan tónlistargeirans og hefur unnið með fólki á borð við Adele, Robbie Williams og Amy Winehouse. Myndin er tekin í stúdíói sveitarinnar í London, þar sem upptökur fara fram en Rodgers og Ronson eru aðstoðarupptökumenn á plötunni og gera má ráð fyrir að Rodgers leiki einnig inn á hana. Gert er ráð fyrir að nýja platan líti dagsins ljós á næsta ári. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Rodgers aðstoðar Duran Duran, því hann aðstoðaði sveitina árið 1986 og var upptökumaður á plötunni Notorious. Þá kom hann einnig að gerð plötunnar Astronaut sem upptökustjóri. Hann á mikinn þátt í tveimur af þekktustu lögum sveitarinnar, The Reflex og Wild Boys. Ronson var hins vegar aðstoðarupptökumaður á síðustu plötu hljómsveitarinnar, All You Need Is Now, sem kom út árið 2010. Fyrr á árinu tilkynnti Duran Duran að fyrrverandi gítarleikari Red Hot Chili Peppers, John Frusciante, væri sveitinni einnig til aðstoðar á nýju plötunni.
Tónlist Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira