"Fýlupúkinn“ Jónas Björgvin: Fólk "dílar“ mismunandi við hlutina í lífinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2014 11:18 Þórsarinn Jónas Björgvin Sigurbergsson virtist fara í fýlu þegar hann var tekinn af velli í leik Stjörnunnar og Þórs í Pepsi-deildinni í gær en þetta vakti mikla athygli á samfélagsmiðlunum og var einnig tekið fyrir í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi. Páll Viðar Gíslason tók Jónas Björgvin af velli á 68. mínútu leiksins en staðan var þá 1-1. Stjörnumenn tryggðu sér sigurinn með marki úr umdeildri aukaspyrnu í uppbótartíma. En hvað var í gangi hjá Jónasi þegar hann var tekinn af velli?. „Það var ekkert í gangi þannig séð. Ég var bara ósáttur með að vera tekinn útaf og fólk „dílar" mismunandi við hlutina í lífinu. Ég ákvað að fara afsíðis og hugsa aðeins en ég sat þarna líka og var að teygja. Það er líka auðvelt að taka hlutina úr samhengi þegar það er tekin mynd í nokkrar sekúndur af fimm mínútum," sagði Jónas Björgvin Sigurbergsson þegar Vísir heyrði í honum í dag.Umræðan um Jónas Björgvin í Pepsi-mörkunum er aðgengileg hér fyrir ofan. Jónas Björgvin var þarna í byrjunarliðinu í fyrsta sinn síðan á móti Breiðabliki 2. júlí síðastliðinn. „Ég spilaði nánast ekkert í júlí. Ég spilaði mikið í byrjun móts en síðan datt ég út í síðustu leikjum. Þetta er bara ákvörðun þjálfarans. Hann velur liðið og ég var ekki einn af þeim ellefu sem hann taldi henta í þessa leiki. Ég kom inn í gær og ég vona að ég hafi gefið honum einhvern höfuðverk fyrir næsta leik," sagði Jónas Björgvin. En skammaði Páll Viðar þjálfari hann eitthvað eftir leikinn? „Palli skammaði mig ekki enda hefði það verið algjör óþarfi. Menn eiga ekki að vera að gera úlfalda úr mýflugu," segir Jónas Björgvin sem var fljótur til að gera grín af þessu sjálfur á samfélagsmiðlum.„Fólk nærist á einhverju svona, að taka einhverja manneskju fyrir og reyna að vera leiðinleg. Ég hef bara að gaman af þessu. Ég var alls ekki í fýlu. Maður sér oft fólk verða pirrað og þetta var bara ástríða fyrir leiknum," sagði Jónas. Hann segir að það sem var svekkjandi fyrir Þórsara var að missa frá sér stigið í lokin. „Það var grátlegt og fáránlega pirrandi en hefur svolítið verið okkar saga í sumar," sagði Jónas en er Þórsliðið að fá of mikla gagnrýni? „Nei, alls ekki. Að fá gagnrýni er bara partur af því að spila í Pepsi-deildinni. Oft er eins og það sé verið að sparka í liggjandi mann en ég tek ekkert eftir því að það sé verið að gagnrýna önnur lið of mikið. Þetta er bara partur af leiknum," segir Jónas. Þórsliðið er í neðsta sæti Pepsi-deildarinnar sex stigum frá öruggu sæti þegar sjö umferðir eru eftir af mótinu. „Nú verðum við að gera eins og þegar við höfum verið að ná í þessa þrjá punkta. Við þurfum að þjappa okkur saman og fara út í hvern einasta leik eins og hann sé sá síðasti. Það er nóg af punktum eftir þótt að fólk sé búið að afskrifa okkur. Við verðum þeir síðustu til afskrifa okkur," sagði Jónas en ætlar hann að haga sér öðruvísi þegar hann verður tekinn útaf næst? „Ég hugsa að ég labbi bara á bekkinn," svaraði Jónas Björgvin hlæjandi. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Chuck: Gamall blindur maður myndi standa sig betur Chukwudi Chijindu var gríðarlega óánægður með Vilhjálm Alvar Þórarinsson, dómara leiks Stjörnunnar og Þórs í kvöld en hann skellti sér á Twitter eftir leikinn. 11. ágúst 2014 22:45 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Þór 2-1 | Dramtískur sigur Stjörnunnar Stjarnan lyfti sér upp að hlið FH á toppi Pepsí deildar karla í fótbolta með því að leggja botnlið Þór 2-1 að velli. Sigurmarkið kom úr síðustu spyrnu leiksins beint úr aukaspyrnu. 11. ágúst 2014 15:39 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Sjá meira
Þórsarinn Jónas Björgvin Sigurbergsson virtist fara í fýlu þegar hann var tekinn af velli í leik Stjörnunnar og Þórs í Pepsi-deildinni í gær en þetta vakti mikla athygli á samfélagsmiðlunum og var einnig tekið fyrir í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi. Páll Viðar Gíslason tók Jónas Björgvin af velli á 68. mínútu leiksins en staðan var þá 1-1. Stjörnumenn tryggðu sér sigurinn með marki úr umdeildri aukaspyrnu í uppbótartíma. En hvað var í gangi hjá Jónasi þegar hann var tekinn af velli?. „Það var ekkert í gangi þannig séð. Ég var bara ósáttur með að vera tekinn útaf og fólk „dílar" mismunandi við hlutina í lífinu. Ég ákvað að fara afsíðis og hugsa aðeins en ég sat þarna líka og var að teygja. Það er líka auðvelt að taka hlutina úr samhengi þegar það er tekin mynd í nokkrar sekúndur af fimm mínútum," sagði Jónas Björgvin Sigurbergsson þegar Vísir heyrði í honum í dag.Umræðan um Jónas Björgvin í Pepsi-mörkunum er aðgengileg hér fyrir ofan. Jónas Björgvin var þarna í byrjunarliðinu í fyrsta sinn síðan á móti Breiðabliki 2. júlí síðastliðinn. „Ég spilaði nánast ekkert í júlí. Ég spilaði mikið í byrjun móts en síðan datt ég út í síðustu leikjum. Þetta er bara ákvörðun þjálfarans. Hann velur liðið og ég var ekki einn af þeim ellefu sem hann taldi henta í þessa leiki. Ég kom inn í gær og ég vona að ég hafi gefið honum einhvern höfuðverk fyrir næsta leik," sagði Jónas Björgvin. En skammaði Páll Viðar þjálfari hann eitthvað eftir leikinn? „Palli skammaði mig ekki enda hefði það verið algjör óþarfi. Menn eiga ekki að vera að gera úlfalda úr mýflugu," segir Jónas Björgvin sem var fljótur til að gera grín af þessu sjálfur á samfélagsmiðlum.„Fólk nærist á einhverju svona, að taka einhverja manneskju fyrir og reyna að vera leiðinleg. Ég hef bara að gaman af þessu. Ég var alls ekki í fýlu. Maður sér oft fólk verða pirrað og þetta var bara ástríða fyrir leiknum," sagði Jónas. Hann segir að það sem var svekkjandi fyrir Þórsara var að missa frá sér stigið í lokin. „Það var grátlegt og fáránlega pirrandi en hefur svolítið verið okkar saga í sumar," sagði Jónas en er Þórsliðið að fá of mikla gagnrýni? „Nei, alls ekki. Að fá gagnrýni er bara partur af því að spila í Pepsi-deildinni. Oft er eins og það sé verið að sparka í liggjandi mann en ég tek ekkert eftir því að það sé verið að gagnrýna önnur lið of mikið. Þetta er bara partur af leiknum," segir Jónas. Þórsliðið er í neðsta sæti Pepsi-deildarinnar sex stigum frá öruggu sæti þegar sjö umferðir eru eftir af mótinu. „Nú verðum við að gera eins og þegar við höfum verið að ná í þessa þrjá punkta. Við þurfum að þjappa okkur saman og fara út í hvern einasta leik eins og hann sé sá síðasti. Það er nóg af punktum eftir þótt að fólk sé búið að afskrifa okkur. Við verðum þeir síðustu til afskrifa okkur," sagði Jónas en ætlar hann að haga sér öðruvísi þegar hann verður tekinn útaf næst? „Ég hugsa að ég labbi bara á bekkinn," svaraði Jónas Björgvin hlæjandi.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Chuck: Gamall blindur maður myndi standa sig betur Chukwudi Chijindu var gríðarlega óánægður með Vilhjálm Alvar Þórarinsson, dómara leiks Stjörnunnar og Þórs í kvöld en hann skellti sér á Twitter eftir leikinn. 11. ágúst 2014 22:45 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Þór 2-1 | Dramtískur sigur Stjörnunnar Stjarnan lyfti sér upp að hlið FH á toppi Pepsí deildar karla í fótbolta með því að leggja botnlið Þór 2-1 að velli. Sigurmarkið kom úr síðustu spyrnu leiksins beint úr aukaspyrnu. 11. ágúst 2014 15:39 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Sjá meira
Chuck: Gamall blindur maður myndi standa sig betur Chukwudi Chijindu var gríðarlega óánægður með Vilhjálm Alvar Þórarinsson, dómara leiks Stjörnunnar og Þórs í kvöld en hann skellti sér á Twitter eftir leikinn. 11. ágúst 2014 22:45
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Þór 2-1 | Dramtískur sigur Stjörnunnar Stjarnan lyfti sér upp að hlið FH á toppi Pepsí deildar karla í fótbolta með því að leggja botnlið Þór 2-1 að velli. Sigurmarkið kom úr síðustu spyrnu leiksins beint úr aukaspyrnu. 11. ágúst 2014 15:39
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn