"Fýlupúkinn“ Jónas Björgvin: Fólk "dílar“ mismunandi við hlutina í lífinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2014 11:18 Þórsarinn Jónas Björgvin Sigurbergsson virtist fara í fýlu þegar hann var tekinn af velli í leik Stjörnunnar og Þórs í Pepsi-deildinni í gær en þetta vakti mikla athygli á samfélagsmiðlunum og var einnig tekið fyrir í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi. Páll Viðar Gíslason tók Jónas Björgvin af velli á 68. mínútu leiksins en staðan var þá 1-1. Stjörnumenn tryggðu sér sigurinn með marki úr umdeildri aukaspyrnu í uppbótartíma. En hvað var í gangi hjá Jónasi þegar hann var tekinn af velli?. „Það var ekkert í gangi þannig séð. Ég var bara ósáttur með að vera tekinn útaf og fólk „dílar" mismunandi við hlutina í lífinu. Ég ákvað að fara afsíðis og hugsa aðeins en ég sat þarna líka og var að teygja. Það er líka auðvelt að taka hlutina úr samhengi þegar það er tekin mynd í nokkrar sekúndur af fimm mínútum," sagði Jónas Björgvin Sigurbergsson þegar Vísir heyrði í honum í dag.Umræðan um Jónas Björgvin í Pepsi-mörkunum er aðgengileg hér fyrir ofan. Jónas Björgvin var þarna í byrjunarliðinu í fyrsta sinn síðan á móti Breiðabliki 2. júlí síðastliðinn. „Ég spilaði nánast ekkert í júlí. Ég spilaði mikið í byrjun móts en síðan datt ég út í síðustu leikjum. Þetta er bara ákvörðun þjálfarans. Hann velur liðið og ég var ekki einn af þeim ellefu sem hann taldi henta í þessa leiki. Ég kom inn í gær og ég vona að ég hafi gefið honum einhvern höfuðverk fyrir næsta leik," sagði Jónas Björgvin. En skammaði Páll Viðar þjálfari hann eitthvað eftir leikinn? „Palli skammaði mig ekki enda hefði það verið algjör óþarfi. Menn eiga ekki að vera að gera úlfalda úr mýflugu," segir Jónas Björgvin sem var fljótur til að gera grín af þessu sjálfur á samfélagsmiðlum.„Fólk nærist á einhverju svona, að taka einhverja manneskju fyrir og reyna að vera leiðinleg. Ég hef bara að gaman af þessu. Ég var alls ekki í fýlu. Maður sér oft fólk verða pirrað og þetta var bara ástríða fyrir leiknum," sagði Jónas. Hann segir að það sem var svekkjandi fyrir Þórsara var að missa frá sér stigið í lokin. „Það var grátlegt og fáránlega pirrandi en hefur svolítið verið okkar saga í sumar," sagði Jónas en er Þórsliðið að fá of mikla gagnrýni? „Nei, alls ekki. Að fá gagnrýni er bara partur af því að spila í Pepsi-deildinni. Oft er eins og það sé verið að sparka í liggjandi mann en ég tek ekkert eftir því að það sé verið að gagnrýna önnur lið of mikið. Þetta er bara partur af leiknum," segir Jónas. Þórsliðið er í neðsta sæti Pepsi-deildarinnar sex stigum frá öruggu sæti þegar sjö umferðir eru eftir af mótinu. „Nú verðum við að gera eins og þegar við höfum verið að ná í þessa þrjá punkta. Við þurfum að þjappa okkur saman og fara út í hvern einasta leik eins og hann sé sá síðasti. Það er nóg af punktum eftir þótt að fólk sé búið að afskrifa okkur. Við verðum þeir síðustu til afskrifa okkur," sagði Jónas en ætlar hann að haga sér öðruvísi þegar hann verður tekinn útaf næst? „Ég hugsa að ég labbi bara á bekkinn," svaraði Jónas Björgvin hlæjandi. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Chuck: Gamall blindur maður myndi standa sig betur Chukwudi Chijindu var gríðarlega óánægður með Vilhjálm Alvar Þórarinsson, dómara leiks Stjörnunnar og Þórs í kvöld en hann skellti sér á Twitter eftir leikinn. 11. ágúst 2014 22:45 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Þór 2-1 | Dramtískur sigur Stjörnunnar Stjarnan lyfti sér upp að hlið FH á toppi Pepsí deildar karla í fótbolta með því að leggja botnlið Þór 2-1 að velli. Sigurmarkið kom úr síðustu spyrnu leiksins beint úr aukaspyrnu. 11. ágúst 2014 15:39 Mest lesið Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Sjá meira
Þórsarinn Jónas Björgvin Sigurbergsson virtist fara í fýlu þegar hann var tekinn af velli í leik Stjörnunnar og Þórs í Pepsi-deildinni í gær en þetta vakti mikla athygli á samfélagsmiðlunum og var einnig tekið fyrir í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi. Páll Viðar Gíslason tók Jónas Björgvin af velli á 68. mínútu leiksins en staðan var þá 1-1. Stjörnumenn tryggðu sér sigurinn með marki úr umdeildri aukaspyrnu í uppbótartíma. En hvað var í gangi hjá Jónasi þegar hann var tekinn af velli?. „Það var ekkert í gangi þannig séð. Ég var bara ósáttur með að vera tekinn útaf og fólk „dílar" mismunandi við hlutina í lífinu. Ég ákvað að fara afsíðis og hugsa aðeins en ég sat þarna líka og var að teygja. Það er líka auðvelt að taka hlutina úr samhengi þegar það er tekin mynd í nokkrar sekúndur af fimm mínútum," sagði Jónas Björgvin Sigurbergsson þegar Vísir heyrði í honum í dag.Umræðan um Jónas Björgvin í Pepsi-mörkunum er aðgengileg hér fyrir ofan. Jónas Björgvin var þarna í byrjunarliðinu í fyrsta sinn síðan á móti Breiðabliki 2. júlí síðastliðinn. „Ég spilaði nánast ekkert í júlí. Ég spilaði mikið í byrjun móts en síðan datt ég út í síðustu leikjum. Þetta er bara ákvörðun þjálfarans. Hann velur liðið og ég var ekki einn af þeim ellefu sem hann taldi henta í þessa leiki. Ég kom inn í gær og ég vona að ég hafi gefið honum einhvern höfuðverk fyrir næsta leik," sagði Jónas Björgvin. En skammaði Páll Viðar þjálfari hann eitthvað eftir leikinn? „Palli skammaði mig ekki enda hefði það verið algjör óþarfi. Menn eiga ekki að vera að gera úlfalda úr mýflugu," segir Jónas Björgvin sem var fljótur til að gera grín af þessu sjálfur á samfélagsmiðlum.„Fólk nærist á einhverju svona, að taka einhverja manneskju fyrir og reyna að vera leiðinleg. Ég hef bara að gaman af þessu. Ég var alls ekki í fýlu. Maður sér oft fólk verða pirrað og þetta var bara ástríða fyrir leiknum," sagði Jónas. Hann segir að það sem var svekkjandi fyrir Þórsara var að missa frá sér stigið í lokin. „Það var grátlegt og fáránlega pirrandi en hefur svolítið verið okkar saga í sumar," sagði Jónas en er Þórsliðið að fá of mikla gagnrýni? „Nei, alls ekki. Að fá gagnrýni er bara partur af því að spila í Pepsi-deildinni. Oft er eins og það sé verið að sparka í liggjandi mann en ég tek ekkert eftir því að það sé verið að gagnrýna önnur lið of mikið. Þetta er bara partur af leiknum," segir Jónas. Þórsliðið er í neðsta sæti Pepsi-deildarinnar sex stigum frá öruggu sæti þegar sjö umferðir eru eftir af mótinu. „Nú verðum við að gera eins og þegar við höfum verið að ná í þessa þrjá punkta. Við þurfum að þjappa okkur saman og fara út í hvern einasta leik eins og hann sé sá síðasti. Það er nóg af punktum eftir þótt að fólk sé búið að afskrifa okkur. Við verðum þeir síðustu til afskrifa okkur," sagði Jónas en ætlar hann að haga sér öðruvísi þegar hann verður tekinn útaf næst? „Ég hugsa að ég labbi bara á bekkinn," svaraði Jónas Björgvin hlæjandi.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Chuck: Gamall blindur maður myndi standa sig betur Chukwudi Chijindu var gríðarlega óánægður með Vilhjálm Alvar Þórarinsson, dómara leiks Stjörnunnar og Þórs í kvöld en hann skellti sér á Twitter eftir leikinn. 11. ágúst 2014 22:45 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Þór 2-1 | Dramtískur sigur Stjörnunnar Stjarnan lyfti sér upp að hlið FH á toppi Pepsí deildar karla í fótbolta með því að leggja botnlið Þór 2-1 að velli. Sigurmarkið kom úr síðustu spyrnu leiksins beint úr aukaspyrnu. 11. ágúst 2014 15:39 Mest lesið Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Sjá meira
Chuck: Gamall blindur maður myndi standa sig betur Chukwudi Chijindu var gríðarlega óánægður með Vilhjálm Alvar Þórarinsson, dómara leiks Stjörnunnar og Þórs í kvöld en hann skellti sér á Twitter eftir leikinn. 11. ágúst 2014 22:45
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Þór 2-1 | Dramtískur sigur Stjörnunnar Stjarnan lyfti sér upp að hlið FH á toppi Pepsí deildar karla í fótbolta með því að leggja botnlið Þór 2-1 að velli. Sigurmarkið kom úr síðustu spyrnu leiksins beint úr aukaspyrnu. 11. ágúst 2014 15:39