Enski boltinn

Agüero framlengir við Manchester City

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Aguero í leik Manchester City og West Ham.
Aguero í leik Manchester City og West Ham. Vísir/Getty
Sergio Agüero, argentínski framherji Manchester City, skrifaði í dag undir nýjan fimm ára samning.

Agüero sem er aðeins 26 árs gamall hefur verið hjá félaginu frá árinu 2011. Tryggði hann Manchester City enska meistaratitilinn með eftirminnilegu sigurmarki í lokaleik tímabilsins árið 2012.

Koma fregnirnar af nýja samningi Aguero aðeins degi eftir að fyrirliði liðsins, Vicent Kompany, framlengdi samningi sínum við félagið. Þá hafa miðjumennirnir Samir Nasri og David Silva einnig skrifað undir nýja samninga nýlega.

„Það eru alltaf sögusagnir á sumrin að ég sé á leiðinni aftur til Spánar en ég koma því á hreint að mér líður vel hérna og er ekki á förum. Þetta er sérsatkur klúbbur og ég er gríðarlega spenntur fyrir næsta tímabili,“ sagði Aguero á opinberri heimasíðu félagsins.



Stöð 2 Sport 2 sýnir 380 beinar útsendingar frá Enska boltanum á komandi tímabili. Net og heimasími fylgir með Enska pakkanum. Fáðu þér áskrift á 365.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×