Tónlist

Belle and Sebastian mætir á ATP

Bjarki Ármannsson skrifar
Sveitin hefur heimsótt landsteinana áður.
Sveitin hefur heimsótt landsteinana áður. Nordicphotos/AFP
Skoska indísveitin Belle and Sebastian er fyrsta nafnið sem tilkynnt er að muni koma fram á tónlistarhátíðinni All Tomorrow's Parties, eða ATP, í Keflavík á næsta ári.

Frá þessu var greint á vefsíðu hátíðarinnar í dag. Þar er haft eftir Richard Colbrun, trommara Belle and Sebastian, að meðlimir sveitarinnar geti ekki beðið eftir að snúa aftur til Íslands, sem þeir segja að sé einn eftirlætis staður þeirra í heiminum. Sveitin spilaði síðast hér á landi árið 2006, meðal annars í gömlu fiskibræðslunni á Borgarfirði eystra við góðar undirtektir.

Hljómsveitin Belle and Sebastian var stofnuð í Glasgow árið 1996. Plötur þeirra, þá sérstaklega The Life Pursuit frá árinu 2006, hafa hlotið mikla hylli gagnrýnenda og skapað þeim dyggan aðdáendahóp.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.