Ísland í dag: Halda minningu Ölla á lofti Edda Sif Pálsdóttir skrifar 14. júlí 2014 14:41 Rúm fjórtán ár eru liðin síðan einn efnilegasti körfuboltamaður landsins, Örlygur Aron Sturluson, lést af slysförum aðeins átján ára gamall. Ölli, eins og hann var kallaður, vakti mikla athygli fyrir einstaka hæfileika á körfuboltavellinum og fékk ungur stórt hlutverk í liði Njarðvíkur sem varð Íslandsmeistari 1998. Í fyrra var gefin út heimildamynd um Ölla þar sem líf hans og afrek eru rifjuð upp og í kjölfarið stofnaður minningarsjóður sem ætlað er að styrkja börn úr fátækum fjölskyldum til íþróttaiðkunar. Í júní var í fyrsta skipti veitt úr sjóðnum og fékk Fjölskylduhjálp Íslands eina milljón króna. Hægt er að styrkja sjóðinn með margvíslegum hætti, til dæmis með því að kaupa myndina eða með því að hlaupa fyrir sjóðinn í Reykjavíkurmaraþoninu. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað hann var góður körfuboltamaður fyrr en ég sá myndina. Ég var alveg dolfallin og afskaplega sorgmædd yfir því að hann hafi ekki fengið fleiri tækifæri,“ segir Erna Agnarsdóttir, amma Ölla.„Þetta hafði mikil áhrif á mitt líf“Logi Gunnarsson, landsliðsmaður í körfubolta og einn besti vinur Ölla, var staddur í Bandaríkjunum þegar slysið varð en man þennan dag eins og hann hafi verið í gær. „Ég var lengi að jafna mig og ástæðan fyrir því að ég fer ekki og klára námið mitt er að ég er bara ekki í stakk búinn að fara aftur út, aleinn,“ segir Logi. Í gegnum þessi fjórtán ár sem liðin eru segist Logi oft hafa hugsað til vinar síns og þess sem hefði getað orðið. „Við höfðum ákveðna drauma, um að spila saman í atvinnumennsku og töluðum oft um það. Meðan ég spilaði öll þessi ár úti í Evrópu hugsaði ég mikið til hans, sérstaklega inni á vellinum. Til dæmis þegar ég var á vítalínunni og allt var stopp, þá skaust hann inn í höfuðið á manni.“ Tengdar fréttir Gera heimildarmynd um Örlyg Sturluson "Við erum rétt byrjaðir í framleiðsluferlinu,“ segir framleiðandinn Erlingur Jack Guðmundsson hjá Ogfilms um væntanlega heimildamynd um körfuboltakappann Örlyg Aron Sturluson. Stöð 2 hefur þegar tryggt sér sýningarréttinn á myndinni. 15. mars 2012 14:30 Fyrsta sýnishornið úr myndinni um Örlyg Aron Örlygur Aron Sturluson er af flestum talinn vera eitt mesta efni í sögu íslensks körfubolta. Hann lést af slysförum fyrir 13 árum, þá aðeins 18 ára gamall. 15. maí 2013 11:54 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Rúm fjórtán ár eru liðin síðan einn efnilegasti körfuboltamaður landsins, Örlygur Aron Sturluson, lést af slysförum aðeins átján ára gamall. Ölli, eins og hann var kallaður, vakti mikla athygli fyrir einstaka hæfileika á körfuboltavellinum og fékk ungur stórt hlutverk í liði Njarðvíkur sem varð Íslandsmeistari 1998. Í fyrra var gefin út heimildamynd um Ölla þar sem líf hans og afrek eru rifjuð upp og í kjölfarið stofnaður minningarsjóður sem ætlað er að styrkja börn úr fátækum fjölskyldum til íþróttaiðkunar. Í júní var í fyrsta skipti veitt úr sjóðnum og fékk Fjölskylduhjálp Íslands eina milljón króna. Hægt er að styrkja sjóðinn með margvíslegum hætti, til dæmis með því að kaupa myndina eða með því að hlaupa fyrir sjóðinn í Reykjavíkurmaraþoninu. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað hann var góður körfuboltamaður fyrr en ég sá myndina. Ég var alveg dolfallin og afskaplega sorgmædd yfir því að hann hafi ekki fengið fleiri tækifæri,“ segir Erna Agnarsdóttir, amma Ölla.„Þetta hafði mikil áhrif á mitt líf“Logi Gunnarsson, landsliðsmaður í körfubolta og einn besti vinur Ölla, var staddur í Bandaríkjunum þegar slysið varð en man þennan dag eins og hann hafi verið í gær. „Ég var lengi að jafna mig og ástæðan fyrir því að ég fer ekki og klára námið mitt er að ég er bara ekki í stakk búinn að fara aftur út, aleinn,“ segir Logi. Í gegnum þessi fjórtán ár sem liðin eru segist Logi oft hafa hugsað til vinar síns og þess sem hefði getað orðið. „Við höfðum ákveðna drauma, um að spila saman í atvinnumennsku og töluðum oft um það. Meðan ég spilaði öll þessi ár úti í Evrópu hugsaði ég mikið til hans, sérstaklega inni á vellinum. Til dæmis þegar ég var á vítalínunni og allt var stopp, þá skaust hann inn í höfuðið á manni.“
Tengdar fréttir Gera heimildarmynd um Örlyg Sturluson "Við erum rétt byrjaðir í framleiðsluferlinu,“ segir framleiðandinn Erlingur Jack Guðmundsson hjá Ogfilms um væntanlega heimildamynd um körfuboltakappann Örlyg Aron Sturluson. Stöð 2 hefur þegar tryggt sér sýningarréttinn á myndinni. 15. mars 2012 14:30 Fyrsta sýnishornið úr myndinni um Örlyg Aron Örlygur Aron Sturluson er af flestum talinn vera eitt mesta efni í sögu íslensks körfubolta. Hann lést af slysförum fyrir 13 árum, þá aðeins 18 ára gamall. 15. maí 2013 11:54 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Gera heimildarmynd um Örlyg Sturluson "Við erum rétt byrjaðir í framleiðsluferlinu,“ segir framleiðandinn Erlingur Jack Guðmundsson hjá Ogfilms um væntanlega heimildamynd um körfuboltakappann Örlyg Aron Sturluson. Stöð 2 hefur þegar tryggt sér sýningarréttinn á myndinni. 15. mars 2012 14:30
Fyrsta sýnishornið úr myndinni um Örlyg Aron Örlygur Aron Sturluson er af flestum talinn vera eitt mesta efni í sögu íslensks körfubolta. Hann lést af slysförum fyrir 13 árum, þá aðeins 18 ára gamall. 15. maí 2013 11:54