Tónlist

Ný hljómsveit bætist í hópinn

Hljómsveitin Swans þurfti að boða forföll en önnur sveit kemur í staðinn.
Hljómsveitin Swans þurfti að boða forföll en önnur sveit kemur í staðinn. Vísir/Getty
Eins og tilkynnt var um í gær neyddist hljómsveitin Swans til að afbóka sig á síðustu stundu vegna veikinda, en nú hefur verið tilkynnt um hvaða sveit það er sem kemur til með að fylla í skarðið fyrir hljómsveitina annað kvöld á hátíðinni, Spiritualized Acoustic Mainline. 

Hljómsveitina Spiritualized þarf vart að kynna, en Spiritualized Acoustic Mainline samanstendur af forsprakka Spiritualized, J Spaceman, ásamt gítarleikara sveitarinnar, Tony Goster auk Amiinu á strengjum og íslenskum söngvurum.

Hljómsveitin kemur fram í Andrews Theatre annað kvöld klukkan 21.45 og breytist því dagskráin örlítið. Hér má nálgast dagskránna í heild sinni.

Auk heildardagskrár tónleika á hátíðinni, auk kvikmynda og bókalista á vegum Portishead og HAM, var nýlega tilkynnt um dagskrá yfir aðrar uppákomur á hátíðardögunum, en þar á meðal er bókabingó, pöbbkviss, fótboltamót og leiðsögn um hátíðarsvæðið. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.