Fótbolti

England lélegasta Evrópuþjóðin á HM í Brasilíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney.
Wayne Rooney. Vísir/Getty
Enska landsliðið endaði í 26. sæti á HM í fótbolta í Brasilíu en enska landsliðið er eitt af sextán liðum sem er á heimleið eftir riðlakeppnina. Engin af þeim sjö Evrópuþjóðum sem lifðu ekki af riðlakeppnina voru með lakari árangur en lærisveinar Roy Hodgson.

Ekvador var með bestan árangur af þeim þjóðum sem komust ekki áfram í sextán liða úrslitin en Portúgal var efst af Evrópuþjóðunum. Báðar þjóðir náðu í fjögur stig eða jafnmikið og fjögur af þeim liðum sem komust áfram upp úr sínum riðli.

Grikkland, Nígería, Bandaríkin og Alsír náðu öll öðru sætinu í sínum riðlum þrátt fyrir að vera "bara" með fjögur stig eins og Ekvador og Portúgal.

Enska landsliðið náði aðeins í eitt stig og það kom í markalausu jafntefli í lokaleiknum við Kosta Ríka. Enska liðið hafði áður tapað 1-2 á móti bæði Úrúgvæ og Ítalíu.

Ástralía, Hondúras og Kamerún reka lestina á listanum yfir árangur liðanna í 17. til 32. sæti en þessi þrjú lið töpuðu öllum þremur leikjum sínum í riðlakeppninni.

Röð liðanna frá 17. til 32. sæti:

17. Ekvador (4 stig, Markatala 3-3)

18. Portúgal (4, -3)

19. Króatía (3, 6-6)

20. Bosnía (3, 4-4)

21. Fílabeinsströndin (3, -1)

22. Ítalía (3, -1)

23. Spánn (3, -3)

23. Rússland (2, -1)

25. Gana (1, -2)

26. England (1, -2)

27. Suður-Kórea (1, -3)

28. Íran (1, -3)

29. Japan  (1, -4)

30. Ástralía (0, -6)

31. Hondúras (0, -7)

32. Kamerún (0, -8)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×