Lífið

„Kremja, brjóta, rista, brenna, drepa. Ég er náttúran“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson er í viðtali á vefsíðu tímaritsins GQ um hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones. Hafþór leikur Sir Gregor Clegane, eða Fjallið, í þáttunum og hefur vakið talsverða athygli fyrir frammistöðu sína.

Í GQ er hann meðal annars spurður að því af hverju Fjallið hafi unun af því að drepa fólk.

„Af því að hann er geðsjúklingur,“ segir Hafþór og bætir við að hann efist um að karakter hans í þáttunum lumi á mýkri hlið. Þá biður blaðamaður GQ hann um að semja ljóð sem Fjallið.

„Kremja, brjóta,  rista, brenna, drepa. Ég er náttúran.“

Hann er einnig spurður að því hver myndi vinna í einvígi Fjallsins og bróður hans, sem kallaður er The Hound, eða Hundurinn, en gefið hefur verið í skyn að þeir muni berjast á einhverjum tímapunkti.

„Fjallinu er skítsama um allt. Hann hefur mikla reynslu af því að berjast, vinna og drepa. Og ofan á það er hann geðsjúklingur – hann gæti drepið hvern sem er, hvar sem er. Hundinum stendur hins vegar ekki á sama um allt og ég held að það verði honum að falli.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×