Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Fylkir 5-1 | Martröð Fylkismanna í Fossvoginum Stefán Árni Pálsson á Víkingsvelli skrifar 18. júní 2014 12:40 Vísir/Valli Víkingur flaug áfram í 16-liða úrslitum Borgungar-bikarsins í kvöld þegar liðið vann öruggan sigur á Fylkismönnum 5-1. Víkingar skoruðu þrjú fyrstu mörk leiksins þegar rúmlega tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum og hann í raun búinn. Fylkismenn náðu að minnka muninn í fyrri hálfleiknum en komust ekki lengra. Víkingar verða því í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslitin. Leikurinn byrjaði heldur betur vel fyrir heimamenn en þeir gerðu fyrsta mark leiksins eftir aðeins sjö mínútna leik þegar Pape Mamadou Faye, fyrrum leikmaður Fylkis, skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu. Lætin voru þá rétt svo að byrja en Arnþór Ingi Kristinsson skoraði annað mark Víkinga fjórum mínútum síðar og var staðan allt í einu orðin 2-0 fyrir heimamenn. Arnþór var síðan aftur á ferðinni á 22. mínútu leiksins þegar hann skoraði sitt annað mark í leiknum og þriðja mark Víkinga í leiknum. Ótrúleg byrjun hjá lærisveinum Ólafs Þórðarsonar og staðan ekki beint vænleg fyrir Árbæinga. Andrew Sousa náði aftur á móti að minnka muninn þegar tæplega hálftími var liðin af leiknum með frábæru marki beint úr aukaspyrnu. Fylkismenn sóttu aðeins í sig veðrið næstu mínútur og voru að vinna sig inn í leikinn þegar flautað var til hálfleiks. Fylkismenn byrjuðu síðari hálfleikinn nokkuð vel og voru sprækir. Víkingar voru samt sem áður þéttur og gáfu fá færi á sér. Fylkismenn leituðu lengi að marki til að komast inn í leikinn en þegar rúmlega tíu mínútur voru eftir af leiknum kláraði Ívar Örn Jónsson leikinn fyrir heimamenn þegar hann skoraði glæsilegt mark með viðstöðulausu skoti. Ómar Friðriksson sendi boltann frá hægri til vinstri yfir svo gott sem allan völlinn og Ívar þrumaði boltanum í netið, alveg óverjandi fyrir Björn Hákon í marki Fylkis. Aron Elís Þrándarson skoraði síðan lokamark leiksins rétt undir lokin og niðurstaðan því öruggur sigur Víkinga 5-1. Óli Þórðar: Geta sýnt að þjálfarinn sé algjört fífl að velja þá ekki í liðið„Það er alltaf gaman að vinna í bikarnum, sama hvað lið á í hlut,“ segir Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkinga, eftir sigurinn í kvöld. Ólafur stýrði eitt sinn liði Fylkis. „Við byrjuðum leikinn gríðarlega vel og skorum strax þrjú mörk og eftir það var eiginlega botninn farinn úr þessu hjá Fylkismönnum og þeir náðu ekki að jafna sig á því.“ Ólafur gerði sjö breytingar á byrjunarliðinu frá sigurleiknum gegn Valsmönnum í síðustu umferð Pepsi-deildarinnar. „Þetta gekk upp því þeir sem komu inná völlinn voru einbeittir og tilbúnir í slaginn. Þessi strákar hafa aðeins setið fyrir utan en þessir leikir eru fyrir svona stráka, svo þeir geti sýnt að þjálfari sé algjört fífl að velja þá ekki í liðið.“ Ásmundur: Gefum þeim þrjú mörk í byrjun„Það leggur enginn upp með svona úrslit,“ segir Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, eftir leikinn. „Menn komu vel stemmdir inn í þennan leik og það var ágætis holning á liðinu til að byrja með en við færum þau þrjú mjög auðveld mörk í upphafi leiksins sem kálar leiknum fyrir okkur.“Ásmundur segir að liðið hafi því næst þurft að sækja og þá hafi vörnin opnast. „Það skiptir engu máli hvort maður tapi 1-0 eða 10-0 í bikarnum og því urðum við að sækja.“„Við höfum verið að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum undanfarið og það er eitthvað sem við verðum að skoða. Það er hægt að skrá þau nokkur á einbeitningarleysi.“ Arnþór: Maður er að keppa við helvíti góða leikmenn í þessu liði„Þetta var hörku leikur og maður bjóst nú ekki alveg við því að vinna hann svona stórt,“ segir Arnþór Ingi Kristinsson, maður leiksins í kvöld. Arnþór gerði tvö mörk fyrir heimamenn og lagði einnig upp tvö. „Ég bjóst nú kannski ekki alveg við því að standa mig svona vel en maður fer alltaf inn í alla leiki til að sanna sig.“ Arnþór segist hafa fengið fjóra í einkunn á Vísi í síðasta leik og þá viljað bæta sig. „Maður er að keppa við helvíti góða leikmenn í þessu liði og verð því að sanna mig.“ Íslenski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Víkingur flaug áfram í 16-liða úrslitum Borgungar-bikarsins í kvöld þegar liðið vann öruggan sigur á Fylkismönnum 5-1. Víkingar skoruðu þrjú fyrstu mörk leiksins þegar rúmlega tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum og hann í raun búinn. Fylkismenn náðu að minnka muninn í fyrri hálfleiknum en komust ekki lengra. Víkingar verða því í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslitin. Leikurinn byrjaði heldur betur vel fyrir heimamenn en þeir gerðu fyrsta mark leiksins eftir aðeins sjö mínútna leik þegar Pape Mamadou Faye, fyrrum leikmaður Fylkis, skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu. Lætin voru þá rétt svo að byrja en Arnþór Ingi Kristinsson skoraði annað mark Víkinga fjórum mínútum síðar og var staðan allt í einu orðin 2-0 fyrir heimamenn. Arnþór var síðan aftur á ferðinni á 22. mínútu leiksins þegar hann skoraði sitt annað mark í leiknum og þriðja mark Víkinga í leiknum. Ótrúleg byrjun hjá lærisveinum Ólafs Þórðarsonar og staðan ekki beint vænleg fyrir Árbæinga. Andrew Sousa náði aftur á móti að minnka muninn þegar tæplega hálftími var liðin af leiknum með frábæru marki beint úr aukaspyrnu. Fylkismenn sóttu aðeins í sig veðrið næstu mínútur og voru að vinna sig inn í leikinn þegar flautað var til hálfleiks. Fylkismenn byrjuðu síðari hálfleikinn nokkuð vel og voru sprækir. Víkingar voru samt sem áður þéttur og gáfu fá færi á sér. Fylkismenn leituðu lengi að marki til að komast inn í leikinn en þegar rúmlega tíu mínútur voru eftir af leiknum kláraði Ívar Örn Jónsson leikinn fyrir heimamenn þegar hann skoraði glæsilegt mark með viðstöðulausu skoti. Ómar Friðriksson sendi boltann frá hægri til vinstri yfir svo gott sem allan völlinn og Ívar þrumaði boltanum í netið, alveg óverjandi fyrir Björn Hákon í marki Fylkis. Aron Elís Þrándarson skoraði síðan lokamark leiksins rétt undir lokin og niðurstaðan því öruggur sigur Víkinga 5-1. Óli Þórðar: Geta sýnt að þjálfarinn sé algjört fífl að velja þá ekki í liðið„Það er alltaf gaman að vinna í bikarnum, sama hvað lið á í hlut,“ segir Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkinga, eftir sigurinn í kvöld. Ólafur stýrði eitt sinn liði Fylkis. „Við byrjuðum leikinn gríðarlega vel og skorum strax þrjú mörk og eftir það var eiginlega botninn farinn úr þessu hjá Fylkismönnum og þeir náðu ekki að jafna sig á því.“ Ólafur gerði sjö breytingar á byrjunarliðinu frá sigurleiknum gegn Valsmönnum í síðustu umferð Pepsi-deildarinnar. „Þetta gekk upp því þeir sem komu inná völlinn voru einbeittir og tilbúnir í slaginn. Þessi strákar hafa aðeins setið fyrir utan en þessir leikir eru fyrir svona stráka, svo þeir geti sýnt að þjálfari sé algjört fífl að velja þá ekki í liðið.“ Ásmundur: Gefum þeim þrjú mörk í byrjun„Það leggur enginn upp með svona úrslit,“ segir Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, eftir leikinn. „Menn komu vel stemmdir inn í þennan leik og það var ágætis holning á liðinu til að byrja með en við færum þau þrjú mjög auðveld mörk í upphafi leiksins sem kálar leiknum fyrir okkur.“Ásmundur segir að liðið hafi því næst þurft að sækja og þá hafi vörnin opnast. „Það skiptir engu máli hvort maður tapi 1-0 eða 10-0 í bikarnum og því urðum við að sækja.“„Við höfum verið að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum undanfarið og það er eitthvað sem við verðum að skoða. Það er hægt að skrá þau nokkur á einbeitningarleysi.“ Arnþór: Maður er að keppa við helvíti góða leikmenn í þessu liði„Þetta var hörku leikur og maður bjóst nú ekki alveg við því að vinna hann svona stórt,“ segir Arnþór Ingi Kristinsson, maður leiksins í kvöld. Arnþór gerði tvö mörk fyrir heimamenn og lagði einnig upp tvö. „Ég bjóst nú kannski ekki alveg við því að standa mig svona vel en maður fer alltaf inn í alla leiki til að sanna sig.“ Arnþór segist hafa fengið fjóra í einkunn á Vísi í síðasta leik og þá viljað bæta sig. „Maður er að keppa við helvíti góða leikmenn í þessu liði og verð því að sanna mig.“
Íslenski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira