Tónlist

Interpol með nýja plötu

Interpol er á leið til landsins í sumar.
Interpol er á leið til landsins í sumar. Vísir/Getty
Hljómsveitin Interpol hefur tilkynnt að hún muni senda frá sér nýja plötu í september. Platan ber nafnið El Pintor og er jafnframt fimmta breiðskífa sveitarinnar. Þá er þetta fyrsta platan sem kemur út síðan árið 2010, þegar að samnefnd plata kom út.

Interpol er í dag skipuð þremur meðlimum en bassaleikarinn Carlos Dengler yfirgaf sveitina á árinu og því er El Pintor fyrsta plata sveitarinnar sem tríós.

Paul Banks söngvari og gítarleikari Interpol plokkar bassann á nýju plötunni. Samuel Fogarino spilar á trommur og Daniel Kesler á gítar og píanó. Brandon Curtis úr The Secret Machines og Roger Joseph Manning, Jr. úr hljómsveit Beck's eru gestahljóðfæraleikarar á plötunni.

Interpol er á leið til landsins og spilar á ATP-tónlistarhátíðinni þann 12. júlí næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×