Enski boltinn

Lampard gæti lagt skóna á hilluna eftir HM

Lampard hefur átt frábæran feril hjá Chelsea.
Lampard hefur átt frábæran feril hjá Chelsea. vísir/getty
Miðjumaðurinn Frank Lampard heldur á HM í Brasilíu alls óviss um hvar hann spilar fótbolta næsta vetur eða hvort hann spilar fótbolta yfir höfuð.

Hann hefur verið orðaður við brottför frá Chelsea og sjálfur viðurkennir hann að vita ekki hvort framtíð sín sé hjá félaginu.

"Ég hef ekki hugmynd um hvort ég verði áfram hjá Chelsea. Ég veit þó að ég vil spila í tvö til þrjú ár í viðbót," sagði Lampard en hann hefur þegar verið orðaður við nokkur lið í ensku úrvalsdeildinni.

"Það væri gott að enda ferilinn á góðum nótum. Ef það þýðir að ferillinn er búinn á morgun þá myndi ég ekki sjá eftr neinu.

"Það kemur alltaf að því að menn verði að hætta og ég hef verið að búa mig andlega undir það síðan ég varð þritugur. Ég hef verið lengi í fótbolta og hluti af mér hlakkar til að gera eitthvað nýtt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×