Enski boltinn

Scholes: Man. Utd þarf fimm til sex nýja leikmenn

Scholes ásamt Nicky Butt og Phil Neville.
Scholes ásamt Nicky Butt og Phil Neville. vísir/getty
Enskir fjölmiðlar segja að Toni Kroos sé á leiðinni til Man. Utd en Paul Scholes segir að meira þurfi til að koma liðinu aftur á toppinn.

"Ég er hrifinn af því að fá Kroos til félagsins en United þarf fimm til sex leikmenn ef það ætlar að komast aftur á toppinn," sagði Scholes sem er goðsögn hjá félaginu.

Hann gagnrýnir einnig Ed Woodward, yfirmann knattspyrnumála, hjá félaginu fyrir að fá ekki leikmenn til liðsins í fyrra. Hann segir að Woodward þurfi að sanna að hann sé nógu góður í starfið.

"Woodward klikkaði á leikmannamarkaðnum síðasta sumar og ef hann klikkar aftur getur Man. Utd gleymt því að vera í toppbaráttu."

Scholes aðstoðaði vin sinn Ryan Giggs með liðið undir lok leiktíðarinnar en býst ekki við því að vera viðloðandi aðalliðið næsta vetur.

Hann er ekki að skafa af hlutunum því hann veltir því einnig fyrir sér hvort WayneRooney sé útbrunninn. Vonandi er sú ekki raunin fyrir United því Rooney skrifaði undir nýjan fimm og hálfs árs samning í vetur sem tryggir honum 300.000 pund í vikulaun.

„Það er möguleiki að hann sé útbrunninn. Kannski toppaði hann mun fyrr en aðrir fótboltamenn gera vanalega. Kannski toppað Rooney þegar hann skoraði 27 mörk tímabilið 2011/2012 en þá var hann 26 ára,“ segir Paul Scholes.

„Ég er ekki að segja hann eigi að fara á bekkinn hjá landsliðinu í sumar en ef hann er ekki að standa sig í vináttuleikjunum eða fyrsta leik HM þá verður áhugavert að sjá hvort þjálfarateymið þori að taka þá ákvörðun.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×