Enski boltinn

Tíu leikmenn QPR aftur í úrvalsdeildina

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Það var hart barist í leiknum
Það var hart barist í leiknum Vísir/Getty
QPR vann Derby County 1-0 á Wembley í dag í úrslitaleik um síðasta lausa sætið í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á næstu leiktíð. Sigurmarkið kom í uppbótartíma.

Leikurinn var mjög jafn framan af og gerðist fátt markvert í markalausum fyrri hálfleik.

Miðjumaðurinn Gary O'Neil hjá QPR fékk að líta rauða spjaldið þegar hálftími var eftir af leiknum og benti allt til þess að Derby myndi nýta sér liðsmuninn og tryggja sér sætið mikilvæga í úrvalsdeildinni.

Derby nýtti ekki færin og QPR skoraði úr eina skoti sínu í leiknum sem hitti markið þegar Bobby Zamora skoraði í uppbótartíma.

QPR tókst þar með að endurheimta sæti sitt í úrvalsdeildinni á nýjan leik eftir eins árs fjarveru undir stjórn Harry Redknapp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×